Fara í innihald

Dilma Rousseff

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dilma Rousseff
Forseti Brasilíu
Í embætti
1. janúar 2011 – 31. ágúst 2016
VaraforsetiMichel Temer
ForveriLuiz Inácio Lula da Silva
EftirmaðurMichel Temer
Persónulegar upplýsingar
Fædd14. desember 1947 (1947-12-14) (77 ára)
Belo Horizonte, Brasilíu
ÞjóðerniBrasilísk
StjórnmálaflokkurVerkamannaflokkurinn
MakiCláudio Galeno Linhares (g. 1967; skilin 1969)
Carlos Paixão de Araújo (g. 1969; skilin 2000)
BörnPaula Rousseff (f. 1975)
HáskóliUniversidade Federal de Minas Gerais
Universidade Federal do Rio Grande do Sul
Universidade Estadual de Campinas
AtvinnaHagfræðingur, stjórnmálamaður
Undirskrift

Dilma Vana Rousseff, oft einfaldlega kölluð Dilma (f. 14. desember 1947) er brasilískur hagfræðingur og stjórnmálamaður sem var 36. forseti Brasilíu frá 2011 þar til henni var vikið úr embætti þann 21. ágúst 2016. Hún er fyrsti lýðræðislega kjörni kvenforseti í heimi sem hefur verið vikið úr embætti fyrir lögbrot.[1] Hún hafði áður verið starfsmannastjóri í ríkisstjórn forvera síns, Luiz Inácio Lula da Silva, frá 2005 til 2010.[2]

Rousseff er dóttir innflytjanda frá Búlgaríu og ólst upp á miðstéttarheimili í Belo Horizonte.[2] Hún gerðist sósíalisti sem ung kona og gekk til liðs við marxískar skæruhersveitir sem börðust gegn einræðisstjórninni sem þá réð Brasilíu. Rousseff var handtekin, pyntuð og geymd í fangelsi frá 1970 til 1972.[2][3]

Eftir að henni var sleppt hóf Rousseff nýtt líf í Porto Alegre með Carlos Araújo, sem var eiginmaður hennar í 30 ár.[2] Þau voru bæði stofnmeðlimir brasilíska Lýðræðislega verkamannaflokksins í Rio Grande do Sul og tóku þátt í ýmsum kosningabaráttum hans. Hún varð féhirðir Porto Alegre í ríkisstjóratíð Alceu Collares og síðar orkuráðherra Rio Grande do Sul undir Collares og Olívio Dutra.[2] Árið 2000 gekk Rousseff úr Lýðræðislega verkamannaflokknum og gekk til liðs við Verkamannaflokkinn.[2]

Árið 2002 varð Rousseff orkumálaráðgjafi forsetaframbjóðandans Luiz Inácio Lula da Silva, sem gerði hana að orkumálaráðherra sínum eftir að hafa unnið kosningarnar.[2] José Dirceau starfsmannastjóri sagði af sér árið 2005 eftir hneykslismál. Rousseff tók við af honum og var starfsmannastjóri til 31. mars 2010, þar til hún steig til hliðar til að einbeita sér að eigin forsetaframboði.[2] Hún var kjörinn forseti í annarri umferð kosninganna þann 31. október 2010. Hún vann naumt endurkjör árið 2014.[4]

Fulltrúadeild brasilíska þingsins hóf rannsóknir á möguleikanum á því að víkja Rousseff úr embætti þann 3. desember 2015.[5] Þann 12. maí 2016 var Rousseff svipt forsetavaldi og skyldum í sex mánuði á meðan rætt var um hvort ætti að víkja henni úr embætti eða sýkna hana.[6] Michel Temer varaforseti tók við skyldum hennar sem bráðabirgðaforseti á meðan rætt var um mál hennar á þinginu.[7][8] Þann 31. ágúst 2016 kaus þingið með 61 atkvæðum gegn 20 að víkja Rousseff úr embætti fyrir að brjóta gegn lögum um ríkisútgjöld.[9][10]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. EFE. "Dilma, 1ª mulher presidente e única economista em 121 anos de República". BOL. 31 October 2010.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 2,6 2,7 Bennett, Allen."Dilma Rousseff biography" Geymt 9 apríl 2010 í Wayback Machine Agência Brasil, 9 August 2010.
  3. „Ex-Guerrilla to be Brazil's First Female President“. Afritað af uppruna á 4. nóvember 2010. Sótt 19. ágúst 2014. by Bradley Brooks, Associated Press, 31 October 2010. Retrieved from Internet Archive 11 January 2014.
  4. „Dilma Rousseff re-elected Brazilian president“. BBC News. 26. október 2014. Sótt 26. október 2014.
  5. Jonathan Watts. „Brazil opens impeachment proceedings against president Dilma Rousseff“. The Guardian.
  6. „Dilma Rousseff suspended as Senate votes to impeach“. CNN. Sótt 12. maí 2016.
  7. „Brazil's Senate Votes to Impeach President Dilma Rousseff“. NBC News. 12. maí 2016. Sótt 12. maí 2016.
  8. „Afastada, Dilma mantém salário, Alvorada, avião e assessores“. Congresso em Foco (portúgalska).
  9. CNN, Catherine E. Shoichet and Euan McKirdy. „Brazil's Senate ousts Rousseff in impeachment vote“. CNN. Sótt 31. ágúst 2016.
  10. „Brazil President Dilma Rousseff removed from office by Senate“. BBC News. 1. september 2016. Sótt 1. september 2016.


Fyrirrennari:
Luiz Inácio Lula da Silva
Forseti Brasilíu
(1. janúar 201131. ágúst 2016)
Eftirmaður:
Michel Temer