7. apríl
Útlit
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | ||||
2024 Allir dagar |
7. apríl er 97. dagur ársins (98. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 268 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 30 - Krossfesting Jesú Krists samkvæmt einni kenningu (samkvæmt annarri kenningu átti hún sér stað 3. apríl 33).
- 1141 - Matthildur keisaraynja tók völdin um stutt skeið í Englandi.
- 1348 - Karlsháskóli í Prag var stofnaður.
- 1449 - Felix 5. mótpáfi (Amadeus 3. af Savoja) sagði af sér embætti að beiðni páfa.
- 1549 - Marteinn Einarsson var vígður Skálholtsbiskup.
- 1625 - Albrecht von Wallenstein var skipaður yfirhershöfðingi keisarahers hins Heilaga rómverska ríkis.
- 1655 - Fabio Chigi varð Alexander 7. páfi.
- 1682 - Landkönnuðurinn René-Robert Cavelier de La Salle kom að ósum Mississippifljóts.
- 1795 - Frakkar tóku upp metrakerfið til lengdarmælinga.
- 1831 - Pedro 1. Brasilíukeisari sagði af sér og sonur hans, Pedro 2., tók við.
- 1906 - Í aftakaveðri fórust þrjú skip á Faxaflóa: Ingvar með 20 manna áhöfn á Hjallaskeri við Viðey, Emilie með 24 mönnum og Sophie Wheatly vestur undir Mýrum. Öll skipin voru frá Reykjavík.
- 1906 - Eldgos í Vesúvíusfjalli sem lagði Napólí í rústir.
- 1909 - Samkvæmt dagbókum Robert Peary náði hann á norðurpólinn þennan dag.
- 1927 - Fyrsta sjónvarpsútsendingin með útvarpsbylgjum fór fram í Washington DC í Bandaríkjunum.
- 1939 - Ítalir réðust inn í Albaníu.
- 1941 - Togarinn Gulltoppur bjargaði 33 mönnum af einum björgunarbáti út af Reykjanesi og bátar frá Hellissandi björguðu 32 af öðrum björgunarbáti út af Snæfellsnesi fjórum dögum eftir að flutningaskipið Beaverdale var skotið í kaf suður af Íslandi. Skipbrotsmenn voru af flutningaskipinu.
- 1943 - Laugarnesspítali í Reykjavík brann til kaldra kola. Upphaflega var hann holdsveikraspítali, en síðustu árin hafði breski herinn hann til umráða.
- 1943 - LSD var fyrst framleitt af Alberti Hoffdal.
- 1948 - Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin var stofnuð af Sameinuðu þjóðunum.
- 1963 - Júgóslavía var lýst sósíalistalýðveldi og Jósip Broz Tító var útnefndur forseti til lífstíðar.
- 1968 - Lög um tímareikning gengu í gildi klukkan 01:00. Samkvæmt þeim skal miða tímareikning á öllu Íslandi við miðtíma Greenwich.
- 1969 - Táknrænn fæðingardagur Internetsins: RFC 1 var birt.
- 1973 - Lúxemborg sigraði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Tu te reconnaîtras sem Anne-Marie David söng.
- 1976 - Deng Xiaoping var sviptur öllum embættum vegna ásakana um „hægrimennsku“.
- 1980 - Bandaríkin slitu stjórnmálasambandi við Íran.
- 1985 - Fyrsta gervihjartaígræðslan í Evrópu fór fram á Karolinska sjukhuset í Svíþjóð. Sjúklingurinn lifði í þrjá mánuði.
- 1989 - Sovéski kafbáturinn Komsomólets sökk í Barentshafinu undan strönd Noregs vegna eldsvoða. 42 sjómenn létu lífið.
- 1990 - Eldur um borð í farþegaferjunni Scandinavian Star á leið frá Osló til Frederikshavn kostaði 158 farþega lífið.
- 1994 - Þjóðarmorðið í Rúanda: Fjöldamorð á Tútsum hófust í Kígalí í Rúanda.
- 1995 - Bandaríska teiknimyndin Guffagrín var frumsýnd.
- 1995 - Fyrra Téténíustríðið: Rússneskar hersveitir drápu 103 almenna borgara í Samashki.
- 1999 - Sprengja sprakk í Dal hinna föllnu á Spáni. Skæruliðahreyfingin GRAPO lýsti ábyrgð á hendur sér.
- 1999 - Kosóvóstríðið: Júgóslavíuher lokaði helstu landamærastöðvum í Kosóvó til að koma í veg fyrir flótta albanskra íbúa.
- 2001 - Gervitunglinu 2001 Mars Odyssey var skotið á loft.
- 2003 - Íraksstríðið: Breski herinn náði Basra á sitt vald.
- 2009 - Stöð 2 greindi fyrst frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði þegið 30 milljónir króna í styrk frá FL Group. Úr varð Styrkjamálið.
- 2009 – Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að skipa öryggissveitum fyrir um manndráp og gíslatökur.
- 2010 - Forseti Kirgistan, Kurmanbek Bakijev, flúði land vegna mótmælaöldu í höfuðborginni Biskek.
- 2014 - Alþýðulýðveldið Donetsk lýsti yfir sjálfstæði frá Úkraínu.
- 2014 - Fjölmennustu kosningar sögunnar fóru fram þegar þingkosningar hófust á Indlandi. 815 milljónir voru á kjörskrá.
- 2017 - Árásin í Stokkhólmi 2017: Maður ók vöruflutningabíl inn í hóp fólks á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms með þeim afleiðingum að 5 létust.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1613 - Gerhard Douw, hollenskur listmálari (d. 1675).
- 1652 - Klemens 12. páfi (d. 1740)
- 1770 - William Wordsworth, enskt skáld (d. 1850)
- 1772 - Charles Fourier, franskur heimspekingur (d. 1837).
- 1882 - Kurt von Schleicher, þýskur herforingi og kanslari Þýskalands (d. 1934).
- 1884 - Bronisław Malinowski, pólskur mannfræðingur (d. 1942).
- 1889 - Gabriela Mistral, síleskt skáld og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1957).
- 1891 - Ole Kirk Christiansen, danskur leikfangasmiður (d. 1958).
- 1908 - Alfred Eisenbeisser, rúmenskur knattspyrnu- og skautakappi (d. 1991)
- 1915 - Billie Holiday, bandarísk djass- og blússöngkona (d. 1959)
- 1920 - Ravi Shankar, indverskur tónlistarmaður (d. 2012).
- 1921 - Einar Bragi Sigurðsson, íslenskt skáld (d. 2005).
- 1928 - James Garner, bandariskur leikari (d. 2014).
- 1928 - Alan J. Pakula, bandarískur kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri (d. 1998).
- 1938 - Jerry Brown, fyrrum fylkisstjori Kaliforniu.
- 1939 - Francis Ford Coppola, bandarískur kvikmyndaleikstjóri.
- 1944 - Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands.
- 1945 - Magnús Þór Jónsson (Megas), íslenskur tónlistarmaður.
- 1949 - Andrea Jónsdóttir, íslensk útvarpskona.
- 1954 - Jackie Chan, kínverskur leikari.
- 1957 - Eiríkur Guðmundsson, íslenskur leikari.
- 1963 - Ólafur Rafnsson, íslenskur íþróttafrömuður (d. 2013)
- 1964 - Russell Crowe, nýsjálenskur leikari.
- 1965 - Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur.
- 1985 - Humza Yousaf, skoskur stjórnmálamaður.
- 1989 - Sylwia Grzeszczak, pólsk söngkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1234 - Sancho 7. konungur Navarra.
- 1498 - Karl 8. Frakkakonungur (f. 1470).
- 1614 - El Greco, krítverskur myndlistarmaður (f. 1541).
- 1651 - Lennart Torstenson, sænskur herforingi (f. 1603).
- 1803 - Toussaint L'Ouverture, byltingarforingi á Haítí (f. 1743).
- 1891 - P. T. Barnum, bandarískur athafnamaður og sirkusstjóri (f. 1810).
- 1937 - Stefán Th. Jónsson, íslenskur útgerðarmaður (f. 1865).
- 1947 - Henry Ford, bandarískur iðnjöfur og bílaframleiðandi (f. 1863).
- 1972 - Guðmundur Kjartansson, íslenskur jarðfræðingur (f. 1909).
- 1994 - Albert Guðmundsson, knattspyrnu- og stjórnmálamaður (f. 1923).