Faxaflói
Útlit


Faxaflói er flói undan Vesturlandi á milli Snæfellsness í norðri og Suðurnesja í suðri. Helstu firðir sem ganga út úr flóanum eru Borgarfjörður, Hvalfjörður, Kollafjörður og Hafnarfjörður.
Við Faxaflóa standa nokkur af stærstu byggðarlögum landsins og höfuðborgarsvæðið er á suðausturströnd flóans.
Í Faxaflóa eru mikilvæg fiskimið. Faxaflói gekk áður fyrr undir nafninu Faxaós. [1] Nafnið er tilkomið vegna förunauts Hrafna-Flóka, Faxa, sem lýsti flóanum sem fyrir bar. [2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Flóki hafði hrafna þrjá með sér í haf, og er hann lét lausan hinn fyrsta, fló sá aftur um stafn; annar fló í loft upp og aftur til skips; hinn þriðji fló fram um stafn í þá átt, sem þeir fundu landið. Þeir komu austan að Horni og sigldu fyrir sunnan landið. En er þeir sigldu vestur um Reykjanes og upp lauk firðinum, svo að þeir sáu Snæfellsnes, þá ræddi Faxi um: "Þetta mun vera mikið land, er vér höfum fundið; hér eru vatnföll stór". Síðan er það kallaður Faxaóss. (Landnáma)
- ↑ [https://www.visindavefur.is/svar.php?id=65235 Var Hrafna-Flóki til í alvöru?] Vísindavefurinn
