Fara í innihald

Albrecht von Wallenstein

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af Wallenstein frá 1625.

Albrecht Wenzel Eusebius von Wallenstein (24. september 158325. febrúar 1634), líka Albrecht von Waldstein, var bæheimskur herstjóri yfir her hins Heilaga rómverska ríkis í Þrjátíu ára stríðinu. Hann kom sér upp gríðarstórum her til að berjast gegn mótmælendum og hrakti Kristján 4. til Sjálands sem batt endi á „danska tímabil“ styrjaldarinnar. Ferdinand 2. keisari óttaðist að Wallenstein hygði á valdarán og leysti hann því frá störfum 1630, en þegar Svíar, undir stjórn Gústafs Adolfs höfðu unnið marga sigra á keisarahernum var hann aftur kallaður til. Hann kom sér upp her á fáum vikum og hélt gegn Svíum. Eftir orrustuna við Lützen þar sem Gústaf Adolf féll, dró Wallenstein sig í hlé með her sinn. Eftir herfarir sumarsins 1633 urðu ráðamenn í Vín sannfærðir um að hann hygði á svik með bandalagi við Svía. Hann var myrtur ásamt nánustu herforingjum sínum af liði dragóna undir stjórn írskra og skoskra foringja.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.