Fara í innihald

Skipbrotsmaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skipbrotsmaður er maður sem hefur komist lífs af úr skipbroti, fallið fyrir borð eða verið skilinn eftir á reki eða á eyðiey.

Frægir skipbrotsmenn eru meðal annars basknesku hvalveiðimennirnir sem voru drepnir í Spánverjavígunum 1615, Alexander Selkirk sem settist að á Juan Fernández-eyjum 1703 og Guðlaugur Friðþórsson sem synti 30km leið til lands í Vestmannaeyjum eftir að bátur sem hann var á sökk 1984.

Skipbrotsmenn koma víða fyrir í bókmenntum og kvikmyndum. Frægir skáldaðir skipbrotsmenn eru til dæmis Ódysseifur, Sindbað sæfari og Róbinson Krúsó. Dæmi um sögur sem snúast um skipbrotsmenn eru Ofviðrið, Flugnahöfðinginn og Sagan af Pí.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.