Skipbrotsmaður
Útlit
Skipbrotsmaður er maður sem hefur komist lífs af úr skipbroti, fallið fyrir borð eða verið skilinn eftir á reki eða á eyðiey.
Frægir skipbrotsmenn eru meðal annars basknesku hvalveiðimennirnir sem voru drepnir í Spánverjavígunum 1615, Alexander Selkirk sem settist að á Juan Fernández-eyjum 1703 og Guðlaugur Friðþórsson sem synti 30km leið til lands í Vestmannaeyjum eftir að bátur sem hann var á sökk 1984.
Skipbrotsmenn koma víða fyrir í bókmenntum og kvikmyndum. Frægir skáldaðir skipbrotsmenn eru til dæmis Ódysseifur, Sindbað sæfari og Róbinson Krúsó. Dæmi um sögur sem snúast um skipbrotsmenn eru Ofviðrið, Flugnahöfðinginn og Sagan af Pí.