Scandinavian Star

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Scandinavian Star eftir brunann.

Scandinavian Star (áður Massalia) var bíla- og farþegaferja smíðuð í Frakklandi árið 1971. Frá 1984 var skipið rekið sem ferja og spilavíti af fyrirtækinu Scandinavian World Cruises. Árið 1990 keypti fyrirtækið Vognmandsruten ferjuna og notaði í ferðir milli Oslóar í Noregi og Frederikshavn í Danmörku. Nóttina 7. apríl 1990 klukkan 2 um nóttina braust eldur út í skipinu. Skipstjóri sendi út neyðarkall og lét rýma skipið, en mörgum farþegum tókst aldrei að yfirgefa það. Skipið var dregið brennandi til Lysekil í Svíþjóð þar sem tókst að slökkva eldinn. Um þriðjungur farþega um borð, 158 manns, fórst, aðallega vegna reykeitrunar. Talið er að brennuvargur hafi komið eldinum af stað þar sem eldar komu upp á mörgum stöðum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.