Bronisław Malinowski
Bronisław Kasper Malinowski (7. apríl 1884 – 16. maí 1942) var pólskur mannfræðingur og af mörgum talinn merkasti mannfræðingur 20. aldar fyrir framlag sitt til etnógrafískra vettvangsrannsókna.
Malinowski er af mörgum talinn faðir vettvangsrannsókna þar sem hann var meðal þeirra fyrstu til að gera ítarlega og vandaða vettvangsrannsókn. Hann gerði vettvangsrannsókn meðal Tróbríandmanna og skráði niður af nákvæmni allt sem fyrir augu hans bar. Þessi aðferð hans varð aðferð mannfræðinnar: nákvæm rannsókn á litlum samfélögum.
Hann aðhylltist virknishyggju og leit svo á að hver stofnun innan samfélagsins væri háð virkni annarra stofnana innan sama samfélags. Þá leit hann á samfélag Tróbríandmanna sem eitt heildstætt samfélag andstætt fyrri mannfræðingum 19. aldar eins og Edward Tylor og James Frazer sem alhæfðu aldrei um heilt samfélag heldur um stig hugsunar og tækni mannkyns.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Moore, Sally Falk (1994). Anthropology and Africa: Changing Perspectives on a Changing Scene. University Press of Virginia. ISBN 0-8139-1505-8.