Robert Peary

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Robert Edwin Peary

Robert Edwin Peary (f. 6. maí 1856 - d. 20. febrúar 1920) var bandarískur landkönnuður sem hélt því fram að hann hefði verið fyrstur til að komast á norðurpólinn 6. apríl 1909.

Leiðangrar[breyta | breyta frumkóða]

Peary fór í marga leiðangra um norðurslóðir, fór m.a. um Grænland á hundasleða í a.m.k. 5 ferðum milli 1886 og 1900. Ólíkt mörgum landkönnuðum kynnti Peary sér vel hagi og aðferðir Inuíta, byggði snjóhús og notaði hefðbundinn skinnfatnað þeirra. Notfærði hann sér einnig Inúíta í leiðöngrum sínum við veiðar og sleðastjórn. Í einni ferð kom einnig kona hans, Josephine Diebitsch. Ól hún fyrsta barnið þeirra á Grænlandi árið 1893. Stelpubarnið hlaut nafnið Marie Ahnighito. Yngri bróðir hennar var Robert. Peary eignaðist a.m.k. tvo sona til viðbótar enda átti hann grænlenska hjákonu.

Peary gerði allnokkrar tilraunir til að ná norðurpólnum á árinum 1898-1905. Síðasta tilraun hans 1908 hófst í New York á skipinu Roosevelt sem Robert Bartlett stýrði. Lögðu þeir úr höfn 6. júlí og höfðu vetrarsetu á Ellismere eyju. Þaðan hélt Peary ásamt föruneyti þann 1. mars 1909 áleiðis á pólinn. Á síðasta legg ferðarinnar var Peary með 5 menn með sér og skv. dagbókum þeirra náðu þeir pólnum 7. apríl.

Fyrstur á norðurpólinn?[breyta | breyta frumkóða]

Margir hafa þó efast um að leiðangur Pearys hafi náð pólnum og eru ýmsar ástæður þar að baki. M.a. er talið að enginn í hópnum hafi haft þá færni sem til þurfti til að staðfesta raunverulega staðsetningu hópsins auk þess sem hraði og vegalengdir nefndar í dagbókum þykja ótrúverðugar. Þetta hefur þó aldrei verið alveg til lykta leitt og er Peary almennt talinn hafa verið fyrstur á pólinn. Þó gerði Frederick Cook einnig tilkall til þess og sagðist hafa komist á pólinn 21. apríl 1908. Þeir deildu lengi um hvor hefði rétt fyrir sér og er jafnvel talið að báðir hafi verið einlægir í trú sinni á að hafa verið fyrstir en raunin hafi verið önnur.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]