Robert Peary

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Robert Edwin Peary

Robert Edwin Peary (f. 6. maí 1856 - d. 20. febrúar 1920) var bandarískur landkönnuður sem hélt því fram að hann hefði verið fyrstur til að komast á norðurpólinn 6. apríl 1909.

Leiðangrar[breyta | breyta frumkóða]

Peary fór í marga leiðangra um norðurslóðir, fór m.a. um Grænland á hundasleða í a.m.k. 5 ferðum milli 1886 og 1900. Ólíkt mörgum landkönnuðum kynnti Peary sér vel hagi og aðferðir Inuíta, byggði snjóhús og notaði hefðbundinn skinnfatnað þeirra. Notfærði hann sér einnig Inúíta í leiðöngrum sínum við veiðar og sleðastjórn.

Peary gerði allnokkrar tilraunir til að ná norðurpólnum á árinum 1898-1905. Síðasta tilraun hans 1908 hófst í New York á skipinu Roosevelt sem Robert Bartlett stýrði. Lögðu þeir úr höfn 6. júlí og höfðu vetrarsetu á Ellismere eyju. Þaðan hélt Peary ásamt föruneyti þann 1. mars 1909 áleiðis á pólinn. Á síðasta legg ferðarinnar var Peary með 5 menn með sér og skv. dagbókum þeirra náðu þeir pólnum 7. apríl.

Fyrstur á norðurpólinn?[breyta | breyta frumkóða]

Margir hafa þó efast um að leiðangur Pearys hafi náð pólnum og eru ýmsar ástæður þar að baki. M.a. er talið að enginn í hópnum hafi haft þá færni sem til þurfti til að staðfesta raunverulega staðsetningu hópsins auk þess sem hraði og vegalengdir nefndar í dagbókum þykja ótrúverðugar. Þetta hefur þó aldrei verið alveg til lykta leitt og er Peary almennt talinn hafa verið fyrstur á pólinn. Þó gerði Frederick Cook einnig tilkall til þess og sagðist hafa komist á pólinn 21. apríl 1908. Þeir deildu lengi um hvor hefði rétt fyrir sér og er jafnvel talið að báðir hafi verið einlægir í trú sinni á að hafa verið fyrstir en raunin hafi verið önnur.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]