Hellissandur

Hnit: 64°54.94′N 23°51.24′V / 64.91567°N 23.85400°V / 64.91567; -23.85400
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

64°54.94′N 23°51.24′V / 64.91567°N 23.85400°V / 64.91567; -23.85400

Hellissandur

Hellissandur er þorp á utanverðu Snæfellsnesi. Íbúar þar eru um 378 árið 2015. Þorpið er hluti af sveitarfélaginu Snæfellsbæ. Hellissandur er ein elsta útgerðarstöð á Íslandi. Elsti hluti þorpsins er á bökkunum við sjóinn en þar byggðist þorpið kringum afar erfiða lendingu sem kölluð var Brekknavör. Rétt eftir 1700 var byggðin nálægt Hellissandi fjölmennasta þéttbýli á Íslandi. [1]

Sjómenn gerðu að afla í hellisskúta, Brennuhelli sem var í fjörunni undir snarbröttum hraunbökkum. Nafn þorpsins er dregið af þessum helli. Um miðbik 20. aldar var gerð höfn í Krossavík rétt utan við þorpið en sú höfn var aflögð um 1960 þegar höfnin á Rifi varð aðalhöfn fyrir Hellissand. Á Hellissandi er sjóminjasafn. Milli Rifs og Hellissands er Ingjaldshóll en þar ólst Eggert Ólafsson upp.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hvar er elsta byggð á Íslandi? Vísindavefurinn