27. júní
Útlit
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2024 Allir dagar |
27. júní er 178. dagur ársins (179. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 187 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 678 - Agaþó varð páfi.
- 1505 - Hinrik prins af Englandi, síðar Hinrik 8., sleit trúlofun við Katrínu af Aragóníu að boði föður síns. Þau giftust þó síðar.
- 1542 - Juan Rodríguez Cabrillo hóf könnunarleiðangur sinn eftir vesturströnd Ameríku.
- 1835 - Vísur Íslendinga („Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur“) eftir Jónas Hallgrímsson fyrst sungnar opinberlega. Söngurinn fór fram í Hjartakershúsum í Danmörku.
- 1855 - Danska gufuskipið Thor kom til Reykjavíkur og var það fyrsta gufuskip sem kom til Íslands.
- 1857 - Fyrsta gufuskipið kom til Akureyrar og var það enska eftirlitsskipið HMS Snake.
- 1903 - Fyrsta kvikmyndasýningin á Íslandi fór fram í Góðtemplarahúsinu á Akureyri.
- 1920 - Fyrsta slys af völdum flugvélar á Íslandi varð er barn varð fyrir flugvél í Vatnsmýrinni í Reykjavík og beið bana.
- 1921 - Rafstöðin við Elliðaár var gangsett.
- 1925 - Lög um mannanöfn gengu í gildi á Íslandi og var eftir það bannað að taka sér ættarnafn.
- 1930 - Skógræktarfélag Íslands var stofnað á Þingvöllum.
- 1930 - Samband ungra sjálfstæðismanna var stofnað.
- 1931 - Land Eiríks rauða: Norskir selveiðimenn gerðu tilkall til hluta Austur-Grænlands.
- 1951 - Rafmagnsveita Reykjavíkur hóf skógrækt í Elliðaárhólmanum og voru 3000 plöntur settar niður fyrsta daginn.
- 1951 - Krabbameinsfélag Íslands var stofnað.
- 1969 - Stonewall-uppþotin: Lögregla réðist inn á Stonewall-barinn í New York sem var samastaður samkynhneigðra.
- 1971 - Tónleikastaðnum Fillmore East í Manhattan, New York-borg, var lokað.
- 1976 - Palestínskir hryðjuverkamenn rændu flugvél frá Air France með 246 farþega innanborðs og flugu henni til Entebbe í Úganda.
- 1977 - Djíbútí fékk sjálfstæði frá Frakklandi.
- 1980 - Aerolinee Itavia flug 870 hrapaði í sjó nærri Ustica á Ítalíu. 80 létust.
- 1981 - Fyrsti paintball-leikurinn fór fram í New Hampshire.
- 1981 - Banjúlsáttmálinn um mannréttindi var samþykktur á fundi Afríkusambandsins í Naíróbí í Kenýa.
- 1984 - Frakkland sigraði Spán 2-0 í úrslitaleik Evrópukeppninni í knattspyrnu.
- 1985 - Þjóðvegurinn Route 66 var felldur út úr þjóðvegakerfinu í Bandaríkjunum.
- 1988 - Lestarslysið á Gare de Lyon: 56 létust þegar lest á leið inn á stöðina Gare de Lyon í París rakst á kyrrstæða lest.
- 1990 - Bob Dylan hélt tónleika í Laugardalshöll á vegum Listahátíðar.
- 1991 - Upphaf Borgarastyrjaldarinnar í Júgóslavíu: Alþýðuher Júgóslavíu réðist á nýstofnaða heri Króatíu og Slóveníu.
- 1993 - Bill Clinton fyrirskipaði eldflaugaárásir á Írak í hefndarskyni fyrir tilraun írösku leyniþjónustunnar til að drepa George H. W. Bush í Kúveit í apríl.
- 1993 - Lögreglumenn úr GSG 9 handtóku Birgit Hogefeld og drápu Wolfgang Grams úr Rote Armee Fraktion.
- 1998 - Kuala Lumpur-flugvöllur var opnaður í Malasíu.
- 2003 - Tveir leiðtogar Al-Kaída, Ayman al-Zawahiri og Suleyman Abu Ghaith, voru handteknir í Írak.
- 2006 - Hópslys varð á Eskifirði og þurftu um 30 manns að leita sér læknishjálpar eftir að klórgas losnaði út í andrúmsloftið í sundlauginni á Eskifirði fyrir mannleg mistök.
- 2006 - Samkynhneigðir á Íslandi fengu jafna réttarstöðu á við gagnkynhneigða varðandi skráningu í sambúð.
- 2007 - Gordon Brown tók við embætti forsætisráðherra Bretlands.
- 2008 - Bill Gates hætti sem stjórnarformaður Microsoft.
- 2016 - Ísland vann England i 16 liða úrslitum EM 2016.
- 2017 - Hrina tölvuárása gegn samtökum í Úkraínu með gagnagíslatökubúnaðinum Petya hófst.
- 2020 – Forsetakosningar fóru fram á Íslandi. Guðni Th. Jóhannesson sitjandi forseti var endurkjörinn með 92,2% atkvæða.
- 2022 - 53 ólöglegir innflytjendur fundust látnir í flutningavagni í San Antonio í Texas.
- 2023 - Miklar óeirðir brutust út í Frakklandi eftir að lögreglan skaut 17 ára pilt í Nanterre, úthverfi Parísar.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1040 - Heilagur Ladislás 1., konungur Ungverjalands (d. 1095).
- 1350 - Manúel 2. Palaíológos, Býsanskeisari (d. 1425).
- 1462 - Loðvík 12. Frakkakonungur (d. 1515).
- 1550 - Karl 9. Frakkakonungur (d. 1574).
- 1667 - Johann Bernoulli, svissneskur stærðfræðingur (d. 1748).
- 1806 - Augustus De Morgan, breskur rökfræðingur (d. 1871).
- 1840 - Ingram Bywater, enskur fornfræðingur (d. 1914).
- 1854 - Niels Neergaard, danskur sagnfræðingur og forsætisráðherra (d. 1936).
- 1869 - Emma Goldman, pólsk baráttukona (d. 1940).
- 1880 - Helen Keller, bandarískur rithöfundur og fyrirlesari (d. 1968).
- 1907 - Gregory Vlastos, fræðimaður um fornaldarheimspeki (d. 1991).
- 1910 - Pierre Joubert, franskur bókaskreytingamaður (d. 2002).
- 1924 - Páll S. Árdal, íslenskur heimspekingur (d. 2003).
- 1925 - Michael Dummett, breskur heimspekingur (d. 2011).
- 1930 - Ross Perot, bandarískur viðskiptamaður og forsetaframbjóðandi (d. 2019).
- 1951 - Mary McAleese, forseti Írlands.
- 1955 - Isabelle Adjani, frönsk leikkona.
- 1961 - Dragan Kazic, serbneskur knattspyrnuþjálfari.
- 1963 - Jay Karnes, bandarískur leikari.
- 1975 - Tobey Maguire, bandarískur leikari.
- 1980 - Takahiro Futagawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1985 - Svetlana Kuznetsova, rússnesk tenniskona.
- 1986 - Harpa Þorsteinsdóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 1987 - Ed Westwick, enskur leikari.
- 1987 - Katrín Ómarsdóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 1988 - Matthew Spiranovic, ástralskur knattspyrnumaður.
- 1989 - Ólafur Gústafsson, íslenskur handknattleiksmaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1213 f.Kr. - Ramses 2. faraó.
- 432 - Selestínus 1. páfi.
- 1162 - Odo 2., hertogi af Búrgund (f. 1118).
- 1206 - Gissur Hallsson, íslenskur höfðingi og lögsögumaður (f. um 1125).
- 1458 - Alfons 5. konungur af Aragóníu (f. 1396).
- 1574 - Giorgio Vasari, ítalskur listmálari, arkitekt og ævisagnaritari (f. 1511).
- 1648 - Arngrímur Jónsson lærði, íslenskur prestur (f. 1568).
- 1844 - Joseph Smith, bandarískur stofnandi mormónatrúarinnar (f. 1805).
- 1894 - Louis Pio, danskur sósíalistaleiðtogi (f. 1841).
- 1945 - Einar Þorkelsson, íslenskur rithöfundur (f. 1867).
- 1970 - Poul F. Joensen, færeyskur rithöfundur (f. 1898).
- 1984 - Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs (f. 1924).
- 1989 - Alfred Jules Ayer, breskur heimspekingur (f. 1910).
- 1998 - Gísli Halldórsson, leikari (f. 1927).
- 2001 - Tove Jansson, finnskur rithöfundur (f. 1914).
- 2001 - Jack Lemmon, bandarískur leikari (f. 1925).