Joseph Smith

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Joseph Smith, Jr., teikning gerð af Charles William Carter, 1886.

Joseph Smith (fæddur 23. desember 1805 í Sharon í Vermont-fylki í Bandaríkjunum, dáinn 27. júní 1844 í Carthafe í Illinois-fylki) er meginspámaður og stofnandi mormónasafnaðarins - Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu.

Joseph Smith fæddist inn í mjög fátæka fjölskyldu, fimmta barnið af ellefu. Vegna fátæktar fékk Joseph litla skólagöngu, nánast eingöngu að lesa og skrifa og einfaldan reikning. Hann og fjölskyldan lögðu hins vegar mikla áherslu á lestur Biblíunnar.

Fjölskyldan flutti fáum árum eftir fæðingu Josephs til borgarinnar Palmyra í New York-fylki. Þar gekk yfir mikil kristin vakningaralda og fjölmargir söfnuðir tókust á um hina réttu kenningu. Jospeh varð fyrir miklum áhrifum af þessu en gat ekki valið á milli kenninganna. Samkvæmt sögu mormóna birtust þeir Guð og Jesús Joseph Smith árið 1820, en þá var hann 14 ára.

Jesús sagði Joseph að hann ætti ekki að ganga í neinn þá starfandi söfnuð heldur ætti að axla það verkefni að endurreisa hina raunverulegu kirkju Jesús Krists. Joseph sagði fjölskyldu sinn frá tíðindunum og fékk stuðning hennar. Söfnuðirnir í nágrenninu tóku boðskapnum hins vegar mjög fjandsamlega eins og gefur að skilja.

Þremur árum seinna, segir sagan, var Joseph Smith heimsóttur af englinum Moroni sem sagð honum meðal annars að hann mundi finna og þýða heilaga bók ritaða á gullplötur. Bókin væri ritsafn fornra spámanna í Ameríku. Smith vildi þegar finna plöturnar en Moroni ráðlagi honum að bíða um stund.

Árið 1827 náði Smith í plöturnar sem hann hafði fundið í Cumorah hæðinni í Manchester, New York-fylki. Joseph Smith þýddi plöturnar á þremur mánuðum og nefndi bókina sem þar var að finna Book of Mormon eða Mormónsbók eftir Mormón, einum aðalspámanni bókarinnar. Að lokinni þýðingu afhenti Smith englinum Moroni plöturnar aftur. Bókin var fyrst gefin út 1830. Sama ár stofnaði Smith Kirkju Krists sem hefur verið nefnd Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu frá árinu 1836. Joseph Smith fékk fjölmargar vitranir og opinberanir á æfinni og skrifaði um þær, hann gerði einnig ýmsar þýðingar meðal annars hluta af Biblíunni. Ritverk hans hafa verið gefin út sem Kenning og sáttmálar og Hin dýrmæta perla.

Framámönnum annarra safnaða var mjög uppsigað við Joseph Smith og hann var handtekinn meir en þrjátíu sinnum og ásakaður fyrir ýmis afbrot en aldrei sakfelldur. Hann var að lokum myrtur 38 ára gamall. Joseph og bróðir hans Hyrum voru skotnir 27. júní 1844 af 150 manna lýð sem réðist inn í fangelsi í Illinois þar sem þeir sátu ákærðir fyrir uppþot og siðleysi.

Í mormónakirkjunni voru 26 000 safnaðarmeðlimir við andlát Joseph Smiths.

ÍItarefni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • By the Hand of Mormon: The American Scripture that Launched a New World Religion, Terryl L. Givens, Oxford University Press, 2002. ASIN: B000WD16NA
  • Shipps, Jan (1987-01-01). Mormonism: The Story of a New Religious Tradition. University of Illinois Press. ISBN 0-252-01417-0.
  • Williams, Drew (2003-06-03). The Complete Idiot's Guide to Understanding Mormonism. Alpha. ISBN 0-02-864491-3.