Bob Dylan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Bob Dylan (1963)

Robert Allen Zimmerman, þekktastur sem Bob Dylan (fæddur 24. maí 1941) er bandarískur tónlistarmaður.

Robert Allen Zimmerman fæddist inn í gyðingafjölskyldu sem var búsett í Duluth, Minnesota. Hann breytti síðar nafni sínu í Bob Dylan. Dylan sagði frá því seinna að það hafi verið vegna áhrifa frá velska ljóðskáldinu Dylan Thomas. Bob Dylan er söngvari, tónlistarmaður, lagahöfundur og skáld. Hann hefur haft mikil áhrif á tónlist seinustu 5 áratuga. Hann er þekktur fyrir texta sína á fyrri hluta feril síns, en þeir fjölluðu flestir um stjórnmál, þjóðfélagsádeilu, sálfræði og bækur sem hafa haft áhrif á hann. Dylan kemur fram á tónleikum með gítar, munnhörpu og hljómborð ásamt ýmsum tónlistarmönnum. Hann hefur unnið sér inn fjölda verðlauna og viðurkenninga, þar á meðal nokkur Grammy verðlaun og var tekinn inn í Rock and Roll frægðarhöllina (Hall of Fame). Hann var á lista Time Magazine yfir 100 mestu áhrifavalda 20. aldarinnar.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]