Djibútí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Djíbútí)
Jump to navigation Jump to search
جمهورية جيبوتي
République de Djibouti
Jamhuuriyadda Jabuuti
Gabuutih Ummuuno
Fáni Djibútí Skjaldarmerki Djibútí
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
اتحاد، مساواة، سلام
arabíska: Eining, jafnrétti, friður
Þjóðsöngur:
Djibouti
Staðsetning Djibútí
Höfuðborg Djibútí
Opinbert tungumál arabíska, franska
Stjórnarfar Forsetaræði

Forseti Ismail Omar Guelleh
Forsætisráðherra Abdoulkader Kamil Mohamed
Sjálfstæði
 - frá Frakklandi 27. júní, 1977 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
147. sæti
23.200 km²
0,09
Mannfjöldi
 - Samtals (2018)
 - Þéttleiki byggðar
156. sæti
884.017
37,2/km²
VLF (KMJ) áætl. 2018
 - Samtals 3,974 millj. dala (165. sæti)
 - Á mann 3.786 dalir (145. sæti)
VÞL (2015) Increase2.svg 0.473
Gjaldmiðill djíbútískur franki
Tímabelti UTC+3
Þjóðarlén .dj
Landsnúmer 253

Djibútí (arabíska: : جيبوتي, Jībūtī ; sómalska: Jabuuti; afarska: Yibuuti) er land í Austur-Afríku á því svæði sem nefnist horn Afríku. Það á landamæri að Erítreu í norðri, Eþíópíu í vestri og suðri, og Sómalíu í suðaustri. Auk þess á Djibútí strandlengju við Rauðahafið og Adenflóa. Einungis 20 km breitt sund skilur á milli Djibútí og Jemen á Arabíuskaganum. Landið er 23.200 ferkílómetrar að stærð. Flestir íbúar eru Sómalar eða Afarar en Sómalar eru um 60% íbúa.

Til forna var landið líklega hluti af Púnt, ásamt Sómalíu. Hafnarborgin Zeila sem nú er í Sómalíu var á miðöldum höfuðstaður soldánsdæmanna Adal og Ifat. Seint á 19. öld var franska nýlendan Franska Sómalíland stofnuð í kjölfar samninga sem Sómalar og Afarar gerðu við Frakka. Með nýrri járnbraut frá Djibútí til Dire Dawa í Eþíópíu (og síðar Addis Ababa) varð Djibútí helsta hafnarborg svæðisins í stað Zeila. Landsvæðið við borgina var gert að Frönsku umdæmi Afara og Issa 1967 eftir að Afarar og Evrópubúar í landinu höfðu flestir kosið að vera áfram hluti af Frakklandi fremur en sameinast Sómalíu, í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem Frakkar beittu kosningasvikum til að koma í veg fyrir að Sómalar fengju að kjósa. Landið varð sjálfstætt sem Djibútí áratug síðar. Snemma á 10. áratug 20. aldar hófst borgarastyrjöld sem lauk árið 2000 með samningum milli stjórnar og stjórnarandstöðu.

Djibútí er fjölmenningarríki með tæplega 900.000 íbúa. Það er fámennasta ríkið á meginlandi Afríku. Opinber mál landsins eru franska og arabíska. Um 94% íbúa aðhyllast íslam sem eru opinber trúarbrögð landsins og hafa verið þar ríkjandi í yfir 1000 ár. Sómalar (Issa-ættbálkurinn) og Afarar eru helstu þjóðarbrot landsins. Bæði sómalska og afarska eru afróasísk mál.

Djibútí er staðsett við helstu siglingaleið heims milli Indlandshafs og Rauðahafs. Borgin er mikilvæg eldsneytis- og umskipunarhöfn og helsta höfnin sem þjónar Eþíópíu. Við borgina eru nokkur erlend ríki með herstöðvar. Þeirra á meðal er bandaríska herstöðin Camp Lemonnier. Höfuðstöðvar þróunarstofnunarinnar Intergovernmental Authority on Development eru í borginni.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Djibútí fékk sjálfstæði frá Frökkum 27. júní árið 1977. Djibútí er arftaki Frönsku-Sómalíu, sem var stofnuð í fyrri hluta 20. aldar vegna áhuga Frakka á Horni Afríku.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.