Jack Lemmon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jack Lemmon árið 1968.

John Uhler „Jack“ Lemmon III (8. febrúar 192527. júní 2001) var bandarískur leikari. Þekktustu kvikmyndir hans eru Enginn er fullkominn (Some Like It Hot, 1959), Roberts stýrimaður (Mister Roberts, 1955) þar sem hann hlaut Óskarsverðlaun sem besti leikari í aukahlutverki, Dagar víns og rósa (Days of Wine and Roses, 1962), Kappaksturinn mikli (The Great Race, 1965), Irma la Douce (1963), Makalaus sambúð (The Odd Couple, 1968), Tískukóngur í klípu (Save the Tiger, 1973) þar sem hann hlaut Óskarsverðlaun sem besti leikari, Utanbæjarfólk (The Out-of-Towners, 1970), Kjarnaleiðsla til Kína (The China Syndrome, 1979), Týndur (Missing, 1982) þar sem hann hlaut verðlaun sem besti leikari á kvikmyndahátíðinni í Cannes, Glengarry Glen Ross (1992) og Fúll á móti (Grumpy Old Men, 1993). Hann lék á móti Walter Matthau í mörgum gamanmyndum.

Auk kvikmyndaleiks lék Lemmon í fjölda sjónvarpsmynda og á sviði. Hann varð lærifaðir Kevin Spacey eftir að þeir léku saman í leikriti Eugene O'Neill Dagleiðin langa inn í nótt árið 1986.

Lemmon var tvígiftur. Með fyrri eiginkonu sinni, leikkonunni Cynthia Stone, átti hann soninn Chris Lemmon sem einnig er leikari. Árið 1962 giftist hann leikkonunni Felicia Farr. Hann lést úr krabbameini í blöðruhálskirtli 2001, næstum nákvæmlega ári á eftir félaga sínum Walter Matthau.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.