Samband ungra sjálfstæðismanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Samband ungra sjálfstæðismanna
SUS

Ungirxd
Formaður Viktor Pétur Finnsson
Stofnár 27. júní 1930
Höfuðstöðvar Valhöll, Háaleitisbraut 1
105 Reykjavík
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Frjálslyndi, Frjálshyggja, Íhaldsstefna
Vefsíða https://www.sus.is

Samband ungra sjálfstæðismanna (skammstafað SUS) var stofnað á Þingvöllum 27. júní 1930. SUS er samband allra svæðisbundinna sjálfstæðisfélaga ungs fólks á aldrinum 15 til 35 ára. Félögin eru 38 talsins, og af þeim er Heimdallur í Reykjavík stærsta félagið.

Sambandsþing eru haldin annað hvert ár í ágúst eða september þar sem formaður og 26 stjórnarmenn úr öllum kjördæmum landsins eru kjörnir til tveggja ára. Þess á milli eru haldin málefnaþing. Stjórnin hittist að jafnaði mánaðarlega. Framkvæmdastjórn, sem fer með daglegan rekstur sambandsins kemur saman vikulega. Skrifstofa sambandins er í Valhöll við Háaleitisbraut 1, Reykjavík.

Núverandi formaður SUS er Viktor Pétur Finnsson en hann var kjörinn formaður á sambandsþingi SUS á Selfossi þann 17. september 2023.

Aðildarfélög SUS[breyta | breyta frumkóða]

Félag Staður
Þór Akranesi
Vörður Akureyri
Jörundur Blönduósi
Mímir Bolungarvík
FUS Dalasýslu
Verðandi Dalvík
Lögurinn Egilsstöðum
Hávarr Eskifirði
Njörður Fjallabyggð
Huginn Garðabæ
Loki Garði
Freyja Grindavík
Gjafi Grundarfirði
Stefnir Hafnarfirði
Fjölnir Hellu
Höfn Hornafirði
Mjölnir Húsavík
Bersi Hvammstanga
Askur Hveragerði
Fylkir Ísafirði
Týr Kópavogi
Viljinn Mosfellsbæ
Egill Mýrasýslu
Heimir Reykjanesbæ
Heimdallur Reykjavík
Víkingur Sauðárkróki
Hersir Selfossi
Baldur Seltjarnarnesi
Óðinn Seyðisfirði
Forseti Snæfellsbæ
Sif Stykkishólmi
Eyverjar Vestmannaeyjum
Hjörleifur Vík

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]