Samband ungra sjálfstæðismanna
Samband ungra sjálfstæðismanna SUS | |
---|---|
![]() | |
Formaður | Viktor Pétur Finnsson |
Stofnár | 27. júní 1930 |
Höfuðstöðvar | Valhöll, Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Frjálslyndi, Frjálshyggja, Íhaldsstefna |
Vefsíða | https://www.sus.is |
Samband ungra sjálfstæðismanna (skammstafað SUS) var stofnað á Þingvöllum 27. júní 1930. SUS er samband allra svæðisbundinna sjálfstæðisfélaga ungs fólks á aldrinum 15 til 35 ára. Félögin eru 38 talsins, og af þeim er Heimdallur í Reykjavík stærsta félagið.
Sambandsþing eru haldin annað hvert ár í ágúst eða september þar sem formaður og 26 stjórnarmenn úr öllum kjördæmum landsins eru kjörnir til tveggja ára. Þess á milli eru haldin málefnaþing. Stjórnin hittist að jafnaði mánaðarlega. Framkvæmdastjórn, sem fer með daglegan rekstur sambandsins kemur saman vikulega. Skrifstofa sambandins er í Valhöll við Háaleitisbraut 1, Reykjavík.
Núverandi formaður SUS er Viktor Pétur Finnsson en hann var kjörinn formaður á sambandsþingi SUS á Selfossi þann 17. september 2023.
Aðildarfélög SUS[breyta | breyta frumkóða]
Félag | Staður |
---|---|
Þór | Akranesi |
Vörður | Akureyri |
Jörundur | Blönduósi |
Mímir | Bolungarvík |
FUS | Dalasýslu |
Verðandi | Dalvík |
Lögurinn | Egilsstöðum |
Hávarr | Eskifirði |
Njörður | Fjallabyggð |
Huginn | Garðabæ |
Loki | Garði |
Freyja | Grindavík |
Gjafi | Grundarfirði |
Stefnir | Hafnarfirði |
Fjölnir | Hellu |
Höfn | Hornafirði |
Mjölnir | Húsavík |
Bersi | Hvammstanga |
Askur | Hveragerði |
Fylkir | Ísafirði |
Týr | Kópavogi |
Viljinn | Mosfellsbæ |
Egill | Mýrasýslu |
Heimir | Reykjanesbæ |
Heimdallur | Reykjavík |
Víkingur | Sauðárkróki |
Hersir | Selfossi |
Baldur | Seltjarnarnesi |
Óðinn | Seyðisfirði |
Forseti | Snæfellsbæ |
Sif | Stykkishólmi |
Eyverjar | Vestmannaeyjum |
Hjörleifur | Vík |