Fara í innihald

Vatnsmýri

Hnit: 64°07′40″N 21°56′21″V / 64.12778°N 21.93917°V / 64.12778; -21.93917
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

64°07′40″N 21°56′21″V / 64.12778°N 21.93917°V / 64.12778; -21.93917

Vatnsmýri

Vatnsmýri er svæði í Reykjavík, sem er fyrir austan Melana og Grímsstaðaholt, sunnan Tjörnina, vestan Öskjuhlíðar og norðan Nauthólsvíkur. Sjálf mýrin er að miklu leyti horfin undir Reykjavíkurflugvöll og aðra byggð, en þó er enn töluvert eftir af henni. Töluverður fjöldi fugla verpir þar, og er varplandið friðað á þeim tímum ársins sem varp stendur yfir. Vatnið í Tjörninni er að miklu leyti komið úr Vatnsmýrinni. Upp úr Síðari heimsstyrjöld var tívolí vestast í henni. Í og við Vatnsmýrina eru Norræna húsið, höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar og Háskóli Íslands.

Til þess að skapa samkeppni um hönnun á skipulagi svæðisins efndi Reykjavíkurborg til verðlaunasamkeppni og opnað vefsíðuna Vatnsmyri.is árið 2005[1] til þess að auglýsa hana. Háskólinn í Reykjavík fékk úthlutað landi nálægt Nauthólsvík og opnaði þar 23.000 fermetra skólahús árið 2010. Árið 2017 hófst bygging nýs íbúðahverfis að Hlíðarenda við Öskjuhlíð, árið 2018 voru nýjar stúdentaíbúðir reistar við Nauthólsveg og árið 2019 fékk Vatnsmýrarsvæðið úthlutað póstnúmerinu 102. Hverfið markast af Suðurgötu í norðvestri, Miklubraut í norðri, Bústaðavegi í norðaustri og línu sem liggur þvert yfir Öskjuhlíð í austri. Nýtt hverfi nær því yfir svæði Háskóla Íslands austan við Suðurgötu, Skerjafjörðinn (sem áður voru í 101), Hlíðarenda og Nauthólsvík (sem áður voru í 105), en ekki yfir Fossvogskirkjugarð og Suðurhlíðar austan megin í Öskjuhlíð.

Framtíðaráform[breyta | breyta frumkóða]

Ef flugvöllurinn verður lagður niður eða fluttur, mun mikið byggingarland losna þar sem hann er núna. Áætlanir um skipulag svæðisins eru ekki tilbúnar, en almennt er búist við því að nýtt íbúðahverfi verði byggt á svæðinu.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. júlí 2013. Sótt 12. janúar 2008.
  Þessi landafræðigrein sem tengist sögu og Reykjavíkur er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.