Land Eiríks rauða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Land Eiríks rauða á Austur-Grænlandi.

Land Eiríks rauða (norska: Eirik Raudes Land) var landsvæði á austurströnd Grænlands sem Norðmenn gerðu tilkall til og hernámu frá 27. júní 1931 til 5. apríl 1933. Hernámið kom í kjölfar Grænlandsdeilunnar milli Danmerkur og Noregs um yfirráð Dana yfir Grænlandi, en Norðmenn vildu meina að þeir gætu gert tilkall til strandlengju Austur-Grænlands þar sem landið hefði verið einskismannsland þegar þeir hófu landkönnun og byggingu veiðistöðva þar undir lok 19. aldar.

Deilan var tekin fyrir af Alþjóðadómstólnum í Haag sem dæmdi Danmörku í vil. Noregur sætti sig við dóminn og lét landsvæðið eftir. Eftir það skírðu Danir svæðið „Land Kristjáns 10.“. Það er nú hluti af Þjóðgarði Grænlands.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.