Selestínus 1.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Selestínus I

Selestínus I (Latína: Coelestinus) var páfi frá 10. september 422 til 27. júlí 432. Hann var 43. páfi kaþólsku kirkjunnar og ríkti í rúmlega níu ár. Hann er talinn til dýrlinga kaþólsku kirkjunnar.

Var Rómverji fæddur í Kampaníu. Hann á að hafa verið skyldur rómverska keisaranum Valentíníusi III. Ekkert er vitað um uppruna hans annað en að faðir hans hét Priscus. Sagt er að hann hafi lifað um tíma í Mílanó með heilögum Ambrósíusi.

Þó hann hafi ekki tekið þátt sjálfur sendi hann sendimenn á kirkjuþingið í Efesos þar sem Nestorismi var fordæmdur árið 431. Einnig studdi hann baráttu heilags Germanusar frá Auxerre gegn Pelagíusi og fylgismönnum hans. Hann sendi heilagan Palladíus til að predika á Írlandi og gegna embætti biskups rétt fyrir trúboðsferð Heilags Patreks þangað. En Selestínus var einnig maðurinn á bak við leiðangur hl. Patricks.

Selestínus réðst gegn novatíanistum í Róm og fangelsaði biskup þeirra og bannaði helgihald hjá þeim. Á þessum tímum voru margir sértrúarsöfnuðir að brjótast fram innan kirkjunnar og Selestíus barði þá niður með harðri hendi. Fyrir vikið var hann gerður að dýrlingi innan kirkjunnar. Selestínus var mjög góður vinur Ágústusar kirkjuföðurs eins og sést á miklum bréfaskriftum þeirra á milli og líka á því að Selestínus bannaði biskupum í Gallíu að skrifa illa um Ágústínus.

Hann dó 27. júlí 432 og var grafinn í katakombum heilagrar Prisillu en líkamsleifar hans voru síðar færðar og liggur hann nú í basilíkunni Santa Prassede.

Dýrlingadagur hans var 6. apríl þangað til 1922, en var síðar 27. júlí allt til 1969 þegar hann var felldur niður. Í grísku rétttrúnaðarkirkjunni er hann mikið heiðraður enn þann dag í dag vegna fordæmingar hans á Nestoríusi. Dýrlingadagur hans í rétttrúnarðarkirkjunni er 8. apríl.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Pope St. Celestine“. Sótt 10. apríl 2007.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Celestine“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. apríl 2007.