Einar Þorkelsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Einar Þorkelsson (11. júní 1867 - 27. júní 1945) var íslenskur rithöfundur, ritstjóri og skrifstofustjóri Alþingis. Þekktasta verk hans er Ferfætlingar, safn af dýrasögum sem kom út árið 1926. Einar var einn af stofnendum Dýraverndarfélags Hafnarfjarðar og ritstjóri Dýraverndarans árið 1929. Hann var skrifstofustjóri Alþingis frá 1914 til 1922 og bjó í Alþingishúsinu ásamt annarri eiginkonu sinni, Ólafíu Guðmundsdóttur, frá 1918 til 1923. Það er eina dæmið um íbúa í húsinu. Þau eignuðust tvo drengi meðan þau bjuggu þar.

Einar var bróðir Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar, faðir dr. Ólafíu Einarsdóttur fornleifafræðings og Bjargar Einarsdóttur rithöfundar og afi Lúðvíks Kristjánssonar sagnfræðings.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.