Gordon Brown

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gordon Brown
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
27. júní 2007 – 11. maí 2010
ÞjóðhöfðingiElísabet 2.
ForveriTony Blair
EftirmaðurDavid Cameron
Persónulegar upplýsingar
Fæddur20. febrúar 1951 (1951-02-20) (73 ára)
Giffnock, Renfrewshire, Skotlandi
ÞjóðerniSkoskur
StjórnmálaflokkurVerkamannaflokkurinn
MakiSarah Brown
TrúarbrögðSkoska þjóðkirkjan
BörnJohn og James Fraser
HáskóliEdinborgarháskóli
StarfFyrirlesari og blaðamaður
AtvinnaStjórnmálamaður

James Gordon Brown (fæddur í Glasgow í Skotlandi, 20. febrúar 1951) er fyrrum formaður Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Bretlands en síðarnefnda embættinu gegndi hann frá 27. júní 2007 til 11. maí 2010. Gordon var fjármálaráðherra Bretlands á árunum 1997-2007 sem er lengsta tímabilið sem sami maðurinn hefur setið í því embætti frá því að Nicholas Vansittart gegndi því á árunum 1812-1823. Brown hefur átt í löngu samstarfi við fyrirrennara sinn, Tony Blair, og eru sögusagnir á kreiki um að þeir hafi gert með sér samkomulag um að deila með sér embættum.[1]

Æviferill[breyta | breyta frumkóða]

Foreldrar Gordons voru John Ebenezer Brown, prestur Skosku þjóðkirkjunnar og Elizabeth Brown. Gordon á tvo bræður, John og Andrew. Fjölskyldan bjó í Kirkcaldy í Skotlandi, þar sem Gordon hlaut grunnmenntun sína. Eftir að hafa útskrifast frá menntaskóla þar, tveimur árum á undan jafnöldrum sínum, gekk hann í Háskólann í Edinborg þar sem hann nam sagnfræði. Hann lauk meistaragráðu með hæstu einkunn árið 1972 og doktorsgráðu 1982 þar sem hann fjallaði um þróun breska Verkamannaflokksins á árunum 1918-1929.

Gordon var kosinn rektor Háskólans í Edinborg árið 1972, á meðan hann var enn við nám þar. Hann var rektor skólans til 1975 en þá hóf hann kennslu í stjórnmálafræði við Tækniháskólann í Glasgow, þar sem hann kenndi til 1980. Hann bauð sig fram til þingkosninga árið 1979 en tapaði gegn Michael Ancram, frambjóðanda Íhaldsflokksins. Þá vann hann sem fréttamaður hjá Skoska ríkissjónvarpinu fram að 1983 en þá náði hann á þing.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Michael White (6. júní 2003). „The guarantee which came to dominate new Labour politics for a decade“ (enska). Guardian Unlimited. Sótt 2. júlí 2007.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Tony Blair
Forsætisráðherra Bretlands
(27. júní 200711. maí 2010)
Eftirmaður:
David Cameron


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.