Skítamórall
Skítamórall er íslensk hljómsveit sem var stofnuð árið 1989 af þeim Gunnari Ólasyni söngvara og gítarleikara, Herberti Viðarsyni bassaleikara, Jóhanni Bachmann Ólafssyni trommara og Arngrími Fannari Haraldssyni gítarleikara. Þeir eru allir fæddir árið 1976 og koma frá Selfossi. Það var hálfbróðir Arngríms, Einar Bárðarson sem lagði til að nafnið Skítamórall yrði notað. Hljómsveitin gaf út sinn fyrsta geisladisk, Súper árið 1996, Tjútt fylgdi svo í kjölfarið árið 1997, Nákvæmlega árið 1998 og Skítamórall árið 1999. Sveitin náði strax nokkrum vinsældum með fyrstu tveimur diskunum sínum en geisladiskurinn Nákvæmlega náði að festa sveitina í sessi sem eina af vinsælustu sveitaballahljómsveitum landsins. Einar Ágúst Víðisson bættist í hópinn árið 1997 þegar hljómsvetin spilaði á Þjóðhátíð í Eyjum sem söngvari, ásláttursleikari og gítarleikari. Geisladiskurinn Nákvæmlega, sem innihélt m.a. lagið „Farin“ sem náði miklum vinsældum og var á toppi íslenska listans í þrjár vikur árið 1998, hlaut gullplötu. Árið 2000 var hinsvegar toppur ferilsins hjá strákunum í Skítamóral en sveitin hætti í kjölfar mikillar vinnu í byrjun árs 2001. Skítamórall kom saman aftur á Hlustendaverðlaunum FM957 haustið 2002. Sumarið 2004 lék hljómsveitin víða um land en síðsumars skildi Einar Ágúst við hljómsveitina. Arið 2005 gaf hljómsveitin út sína fimmtu hljómplötu sem hlaut nafnið Má ég sjá og gerði hljómsveitin myndbönd við nokkur lög af plötunni sem leikstýrð voru af Hannesi síðar landsliðsmarkverði í fótbolta. Í byrjun árs 2009 gekk gítarleikarinn Gunnar Þór Jónsson til liðs við hljómsveitina sem síðar sama ár hélt upp á 20 ára afmæli með tónleikum á Rúbín við Öskjuhlíð. í kjölfarið var gefinn út tónleikadiskurinn Ennþá en á disknum fylgdi einnig DVD með öllum myndböndum hljómsveitarinnar. Einar Ágúst gekk aftur til liðs við hljómsveitina árið 2014 og hefur hún síðan þá komið mikið fram og sent frá sér nokkur lög. Í maí 2020 ætlar hljómsveitin að koma fram í félgasheimili allra landsmanna, Hörpu.
Útgefið efni
[breyta | breyta frumkóða]- Súper (1996)
- Tjútt (1997)
- Nákvæmlega (1998)
- Skítamórall (1999)
- Skímó - það besta frá Skítamóral (2003)
- Má ég sjá (2005)
- Ennþá (2010)