Ion Iliescu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ion Iliescu
Ion Iliescu árið 2004.
Forseti Rúmeníu
Í embætti
26. desember 1989 – 29. nóvember 1996
ForsætisráðherraPetre Roman
Theodor Stolojan
Nicolae Văcăroiu
ForveriNicolae Ceaușescu
EftirmaðurEmil Constantinescu
Í embætti
20. desember 2000 – 20. desember 2004
ForsætisráðherraMugur Isărescu
Adrian Năstase
ForveriEmil Constantinescu
EftirmaðurTraian Băsescu
Persónulegar upplýsingar
Fæddur3. mars 1930 (1930-03-03) (94 ára)
Oltenița, Călărași-sýslu, Rúmeníu
ÞjóðerniRúmenskur
StjórnmálaflokkurJafnaðarmannaflokkurinn (1996–)
Kommúnistaflokkur Rúmeníu (1953–1989)
MakiNina Iliescu ​(g. 1951)
HáskóliFjöltækniháskólinn í Búkarest
Ríkisháskólinn í Moskvu
Undirskrift

Ion Iliescu (fæddur 3. mars 1930) er rúmenskur stjórnmálamaður. Hann var forseti Rúmeníu í tvígang, fyrst frá 1989 til 1996 í kjölfar rúmensku byltingarinnar og síðan í annað kjörtímabil frá 2000 til 2004.

Iliescu er fyrrum meðlimur í Kommúnistaflokki Rúmeníu og gegndi ýmsum embættum í kommúnistastjórn landsins á valdatíð Nicolae Ceaușescu. Iliescu var á tímabili álitinn mögulegur eftirmaður Ceaușescu sem leiðtogi kommúnistastjórnarinnar en hann féll síðar í ónáð hjá stjórninni.[1] Hann náði að hreppa völdin þegar Ceaușescu var steypt af stóli árið 1989 og varð fyrsti forseti Rúmeníu eftir kommúnistatímann.[2]

Iliescu tapaði endurkjöri á móti Emil Constantinescu í forsetakosningum árið 1996.[3] Iliescu komst aftur til valda eftir kosningar árið 2000 og sat sem forseti til ársins 2004.[4]

Hlutverk Iliescu í eftirleik byltingarinnar 1989 hefur verið umdeilt í seinni tíð. Árið 2019 ákærði ríkissaksóknari Rúmeníu Iliescu fyrir glæpi gegn mannúð og sakaði hann um að hafa nýtt sér ríkisfjölmiðla landsins til að dreifa vísvitandi röngum upplýsingum og vekja ótta við hryðjuverk. Þannig hefði hann verið valdur að „frændvígum, stjórnlausri skothríð og misvísandi hernaðarfyrirmælum,“ en í upplausnarástandi sem ríkti fyrstu fimm dagana eftir valdatöku Iliescu árið 1989 voru 862 manneskjur drepnar og þúsundir særðust.[4] Árið 2020 hafnaði dómari ákærunni gegn Iliescu vegna formgalla.[5][6]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Anna Bjarnadóttir (24. júní 1990). „Er Iliescu fasisti í kommúnistaklæðum?“. Morgunblaðið. bls. 4.
  2. „Hallar undan fæti hjá Iliescu“. Morgunblaðið. 13. nóvember 1996. Sótt 28. nóvember 2021.
  3. Ásgeir Sverrisson (24. nóvember 1996). „Kyrrstaðan rofin í Rúmeníu“. Morgunblaðið. bls. 6.
  4. 4,0 4,1 Ævar Örn Jósepsson (9. apríl 2019). „Iliescu ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni“. RÚV. Sótt 28. nóvember 2021.
  5. „Dosarul "Revoluției". Ion Iliescu este, oficial, urmărit penal pentru infracțiuni contra umanității“ (rúmenska). Știrile Pro TV. 17. apríl 2018. Afrit af uppruna á 18. apríl 2018.
  6. „Dosarul Revoluției, în care Ion Iliescu e acuzat de infracțiuni împotriva umanității, a fost restituit de ÎCCJ la Parchetul Militar“. www.digi24.ro (rúmenska). 22. júní 2020. tölublað. Sótt 28. nóvember 2021.


Fyrirrennari:
Nicolae Ceaușescu
Forseti Rúmeníu
(26. desember 198929. nóvember 1996)
Eftirmaður:
Emil Constantinescu
Fyrirrennari:
Emil Constantinescu
Forseti Rúmeníu
(20. desember 200020. desember 2004)
Eftirmaður:
Traian Băsescu


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.