Fara í innihald

Korpúlfsstaðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Korpúlfsstaðir.
Korpúlfsstaðir séð frá Úlfarsfelli.
Heyflutningar að Korpúlfsstöðum árið 1934.
Heyflutningsfarartæki ekur inn í Korpúlfsstaði árið 1934

Korpúlfsstaðir eru jörð í Reykjavík kenndir við Korpúlf bónda sem getið er í Kjalnesinga sögu. Jörðin varð eign Viðeyjarklausturs á miðöldum og varð síðan konungseign. Thor Jensen keypti jörðina árið 1922 af Einari Benediktssyni en Einar hafði eignast jörðina í arfskiptum eftir föður sinn Benedikt. Thor reisti þar núverandi hús og fullkomið mjólkurbú sem lagðist af vegna mjólkursölulaganna 1934, en þó nokkuð seinna. Reykjavíkurborg keypti eignina af Thor árið 1942 og reyndi mjólkurbúskap. Húsnæðið var notað sem geymsla, meðal annars fyrir málverk í eigu borgarinnar. Mikið skemmdist þar í bruna 18. janúar 1969. Korpuskóli var á Korpúlfsstöðum frá 1999 - 2005. Í þeim hluta sem skólinn var starfræktur eru nú vinnustofur listamanna ásamt aðsöðu til myndlistarkennslu. Þar er nú aðsetur fyrir listamenn. Um landið rennur Úlfarsá, eða Korpa, sem er góð laxveiðiá.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.