Geitháls

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Geitháls er býli í lögsagnarumæmi Reykjavíkur. Það var byggt árið 1907 úr jörðinni Vilborgarkoti sem þá lagðist í eyði. Guðmundur Magnússon byggði upp Geitháls en hann bjó áður í Elliðakoti. Geitháls var við gatnamót Þingvallavegar og Suðurlandsvegar. Þar var tvílyft hús á steinhlöðnum kjallara. Á Geithálsi var búskapur og greiðasala. Þar var símstöð frá 1909. Algengt var að Reykvíkingar færu í útreiðartúra á sunnudögum að Geithálsi. Blómatími Geit háls sem vinsæls áfangastaðar stóð þar til bílaumferð jókst og vegur til Þingvalla yfir Mosfellsheiði var aflagður eftir Alþingishátíðina 1930. Vegurinn varð eftir það kallaður gamli Þingvallavegur. Herlið Breta tók yfir Geitháls árið 1940.


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]