Efnahagssamstarf Asíu- og Kyrrahafsríkjanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hópmynd af leiðtogum APEC-ríkjanna frá fundi ráðsins í Vladivostok árið 2012

Efnahagssamstarf Asíu- og Kyrrahafsríkjanna (enska: Asia-Pacific Economic Cooperation, skammstafað APEC) er samræðuvettvangur 21 ríkis við Kyrrahafsjaðarinn um viðskiptafrelsi. APEC var stofnað í Ástralíu árið 1989 til að bregðast við auknum viðskiptatengslum milli ríkjanna á svæðinu og vegna ótta við að Japan yrði efnahagslega ráðandi afl í heimshlutanum. Hlutverk APEC er meðal annars að skapa nýja markaði fyrir hrávöru og landbúnaðarvörur utan Evrópu.

APEC heldur árlega fund efnahagsleiðtoga aðildarríkjanna þar sem stjórnarleiðtogar þeirra allra hittast, nema í tilviki Lýðveldisins Kína þar sem ráðherrafulltrúi mætir sem fulltrúi „kínverska Taípei“.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.