Þrándheimur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Þrándheimur
Nið rennur í gegnum borgina.

Þrándheimur (norska: Trondheim: Suðursamíska Tråante) er þriðja stærsta borg og sveitarfélag Noregs, með um 195.000 íbúa (2017). Sveitarfélagið er staðsett í Suður-Þrændalags fylki, sem er í miðju Noregs. Íbúar sveitarfélagsins eru 275.000. Árið 1963 sameinuðust sveitarfélögin Byneset, Leinstrand, Strinda og Tiller með Þrándheimi.

Þrándheimur stendur við Þrándheimsfjörð og um borgina rennur áin Nið (norska: Nidelva). Fyrir utan borgina er eyjan Niðarhólmur (norska: Munkholmen)

Þrándheimur var áður kallaður Niðarós, sem eitt sinn var höfuðborg Noregs og einnig Íslands, þegar Norðmenn réðu yfir því. Leifur Eiríksson bjó í Þrándheimi í kringum árið 1000. Mikill eldur varð í Þrándheimi árið 1651, og eyðilagði bruninn 90 % af allri borginni. Árið 1681 var hún endurbyggð.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
25 stærstu borgir Noregs (með íbúafjölda 2005 skv. Hagstofu Noregs)

Ósló (811,700) | Björgvin (213,600) | Stafangur (173,100) | Þrándheimur (147,100) | Fredrikstad (97,100) | Drammen (90,700) | Skien (85,100) | Kristiansand (63,800) | Tromsø (52,400) | Tønsberg (45,000) | Álasund (44,100) | Haugesund (40,300) | Sandefjord (39,600) | Moss (34,500) | Bodø (34,100) | Arendal (30,900) | Hamar (28,800) | Larvik (23,100) | Halden (22,000) | Harstad (19,400) | Lillehammer (19,100) | Molde (18,600) | Mo i Rana (17,900) | Kongsberg (17,700) | Horten (17,700)