Fara í innihald

Veður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Veður
Árstíðir
Tempraða beltið
VorSumarHaustVetur
Hitabeltið
ÞurrkatímiRegntími
Óveður
StormurFellibylur
SkýstrokkurÖskubylur
Úrkoma
ÞokaSúldRigning
SlyddaHaglélSnjókoma
Viðfangsefni
VeðurfræðiVeðurspá
LoftslagLoftmengun
Hnattræn hlýnunÓsonlagið
Veðurhvolfið
Ágætisveður

Veður eru hvers kyns fyrirbrigði, sem verða í lofthjúpum, einkum jarðar. Yfirleitt á veður við skammtímafyrirbrigði í veðrahvolfi jarðar, sem sjaldan vara lengur en nokkra daga. Fyrirbrigði í lofthjúpnum sem vara langan tíma nefnast loftslag eða veðurfar. Veðurfræði er vísindagrein sem fjallar um veður og veðurfar og þeir sem hana stunda nefnast veðurfræðingar.

Veðurfyrirbrigði eiga oftast rætur sínar að rekja til hitamismunar á mismunandi stöðum á hnettinum, sem orsakast meðal annars af því að svæði nálægt miðbaug fá meiri orku frá sólinni en svæði sem eru nær heimskautunum. Önnur orsök hitamismunar á jörðinni er að mismunandi yfirborð, svo sem úthöf, skóglendi og jöklar, drekka í sig mismikið ljós og hitna því mismikið þegar sólin skín á þá. Vatnsgufa gegnir lykilhlutberki í veðri jarðar, en þegar hún þéttist myndast vatnsdropar eða ískristallar sem mynda skýin, sem sum gefa úrkomu.

Mismunandi hiti veldur því að heitara eða kaldara loft rís eða sekkur. Þegar heitt loft þenst út og lyftist upp vegna minni eðlisþyngdar, sogast kaldara loft inn í staðinn, sem veldur vindum á yfirborðinu. Vegna svigkrafts leitar loft til hægri við vindstefnu á norðurhveli, en til vinstri á suðurhveli. Veðrakerfi, s.s. hæðir og lægðir, myndast vegna samspils þrýstikrafts og svigkrafts. Fellibyljir eru víðáttumiklar og öflugar lægðir sem myndast yfir hafi í hitabeltinu. Skýstrokkar eru litlar, en mjög krappar lægðir sem geta myndast hvar sem er, en eru afar sjaldgæfar eftir því sem nær dregur heimskautum.

Gerðar eru veðurathuganir á veðurathugunarstöðvum víða um heim, sem eru ýmist mannaðar eða sjálfvirkar. Veðurstofa Íslands framkvæmir veðurathuganir og fylgist með og spáir fyrir veðri á Íslandi og umhverfi þess. Alþjóða veðurfræðistofnunin er alþjóðleg stofnun á svið veðurfræði og skyldra greina.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.