Athygli almannatengsl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Athygli ehf. er almannatengslafyrirtæki var stofnað 15. mars 1989. Lengst af voru starfsmenn fjórir til fimm talsins en á síðustu árum hefur fyrirtækið þróast í alhliða ráðgjafar- og útgáfufyrirtæki sem þjónustar einkum fyrirtæki, félagasamtök, sveitarfélög og ríkisstofnanir.

Ráðgjafar Athygli eru flestir þrautreyndir blaða- og fréttamenn og hafa áratuga reynslu í fjölmiðlun. Þeir eru sérfræðingar á sviði almannatengsla sem hafa nýtt menntun sína og reynslu til að bæta og byggja upp ímynd fjölda viðskiptavina Athygli á liðnum árum.

Auk þess að þjónusta viðskiptavini sína er Athygli með umsvifamikla útgáfu, ýmist á eigin vegum eða í samstarfi við aðra.

Athygli er með höfuðstöðvar að Suðurlandsbraut 30 í Reykjavík en rekur einnig starfsstöð að Hafnarstræti 82 á Akureyri.

Framkvæmdastjóri Athygli er Kolbeinn Marteinsson og stjórnarformaður er Valþór Hlöðversson.

Starfsmenn Athygli eru: Árni Þórður Jónsson, Bryndís Nielsen, Gunnar E. Kvaran, Kolbeinn Marteinsson, Valþór Hlöðversson, Guðmundur Þorsteinsson, Ingunn Hauksdóttir og Jóhann Ólafur Halldórsson.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]