Listasafn Færeyja
Útlit
Listasafn Færeyja (færeyska: Listasavn Føroya) er listasafn í Færeyjum sem var stofnað árið 1989 í Þórshöfn. Listasafnið er sjálfseignarstofnun sem er rekin af fjórum fulltrúum sem koma frá Landsstjórn Færeyja, Listafélagi Færeyja, félags myndlistafólks og sveitarfélags Þórshafnar.
Listasafnið er staðsett í norðurhluta Viðarlunds garðsins í Þórshöfn, nærri Norðurlandahúsinu. Arkitektar byggingarinnar eru J.P. Gregoriussen og N.F Truelsen. Húsið er 1.600 m² og í húsinu er jafnframt skrifstofa listafélags Færeyja. Listasafnið er lokað á milli 15. desember til 15. janúar ár hvert.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Listasavn Føroya“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. apríl 2011.