Doctor Who

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tardis sem BBC hefur notað frá 2010.

Doctor Who er vísindaskáldsögusjónvarpsþáttur sem er framleiddur af BBC. Þættirnir eru þeir langlífustu þegar kemur að gerð þátta sem ganga út á vísindaskáldskap og voru þeir fyrst framleiddir þremur árum áður en Star Trek hóf göngu sína. Alls hafa verið sýndir í breska sjónvarpinu 832 þættir en það er samanlagður fjöldi gömlu þáttanna sem fyrst voru framleiddir á árunum 1963-1989 og nýju þáttanna sem framleiddir hafa verið frá árinu 2005. Þættirnir fjalla um „doktorinn“ sem er tímalávarður (timelord) utan úr geimnum sem kemur til jarðar og verndar hana og aðrar plánetur og íbúa þeira í nútíð, framtíð og fortíð. Doktorinn getur bjargað sér frá dauða en við það breytist útilit hans og persónuleiki. Doktorinn fær oftast jarðarbúa í lið með sér sem ferðafélaga.

Tímavél og farartæki Doktorsins kallast Tardis og lítur út eins og breskur lögregluklefi. Tardis stendur fyrir „Time And Relative Dimension in Space“.

Doktorinn hefur verið leikinn af 15 leikurum. Þegar skipt er um leikara er það skrifað inn í þættina sem endurholdgun doktorsins í kjölfar alvarlegra meiðsla.

Doktorar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.