Robert Tappan Morris

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Robert Tappan Morris árið 2008.

Robert Tappan Morris (f. 8. nóvember 1965) er bandarískur tölvunarfræðingur og frumkvöðull. Hann er þekktastur fyrir að hafa forritað fyrsta tölvuorminn sem dreifði sér gegnum Internetið árið 1988 (Morris-orminn). Vegna ormsins var hann sá fyrsti sem dæmdur var samkvæmt bandarísku tölvusvikalögunum frá 1986. Hann stofnaði vefverslunarfyrirtækið Viaweb árið 1995 ásamt Paul Graham og síðar fjárfestingarfyrirtækið Y Combinator, einnig ásamt Graham. Hann er prófessor við Massachusetts Institute of Technology.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.