Iowa

Iowa er eitt af fylkjum Bandaríkjanna. Iowa liggur að Minnesota í norðri, Wisconsin og Illinois í austri, Missouri í suðri og Nebraska og Suður-Dakóta í vestri. Flatarmál Iowa er 145.743 ferkílómetrar.
Höfuðborg Iowa heitir Des Moines. Hún er einnig stærsta borg fylkisins. Íbúar Iowa eru um 3,15 milljónir (2018).