Fara í innihald

Warner Communications

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Warner Communications er bandarískt fjölmiðla- og afþreyingarfyrirtæki sem varð til árið 1971 þegar fyrirtækjasamsteypan Kinney National Company skildi frá þá hluta sem snerust ekki um afþreyingu, í kjölfar hneykslismála sem tengdust bílastæðarekstri fyrirtækisins og breytti um leið um nafn.

1989 sameinaðist fyrirtækið Time Inc. og myndaði Time Warner. Þá átti það meðal annars kvikmyndafyrirtækið Warner Bros. Pictures, tónlistarútgefandann Warner Music Group og tímaritaforlögin DC Comics og MAD. Síðar eignaðist það tölvuframleiðandann Atari, Inc.

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.