Ögmundur Kristinsson
Ögmundur Kristinsson | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Ögmundur Kristinsson | |
Fæðingardagur | 19. júní 1989 | |
Fæðingarstaður | Reykjavík, Ísland | |
Hæð | 192 cm | |
Leikstaða | markvörður | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Valur | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2006-2014 | Fram | 78 (0) |
2014-2015 | Randers | 5 (0) |
2015-2017 | Hammarby IF | 61 (0) |
2017-2018 | Excelsior | 16 (0) |
2018-2020 | Larissa FC | 60 (0) |
2020-2023 | Olympiacos | 9 (0) |
2023-2024 | Kifisia FC | 6 (0) |
2024- | Valur | 0 (0) |
Landsliðsferill2 | ||
2006-2008 2008 2014- |
Ísland U-19 Ísland U-21 Ísland |
2 (0) 1 (0) 15 (0) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Ögmundur Kristinsson (f. 19. júní 1989) er íslenskur knattspyrnumaður og leikur í marki. Hann hóf knattspyrnuferil sinn hjá Fram en er nú hjá Val.
Ögmundur lék með Fram upp alla yngri flokka. Hann varð aðalmarkvörður liðsins eftir að Hannes Þór Halldórsson gekk til liðs við KR. Hann var fyrirliði Framliðsins þegar það varð bikarmeistari árið 2013. Hann var einnig valinn Íþróttamaður Fram árið 2011, fyrstur knattspyrnumanna.
Á árinu 2014 lék Ögmundur sinn fyrsta A-landsleik og í júlí sama ár gekk hann til liðs við Randers í Danmörku. Þar sem hann skrifaði undir eins árs samning.
Árið 2015 skrifaði Ögmundur undir þriggja ára samning við Hammarby í Svíþjóð en gekk til liðs við hollenska liðið Excelsior í ágústmánuði 2017. Ári síðar hélt hann til Grikklands og hefur spilað með Athlitiki Enosi Larissa F.C. 2018-2020 og stórliðinu Olympiacos í 3 ár. Árið 2023 fór hann til nýliðanna í Kifisia.