Sjálfbærni
Sjálfbærni lýsir því þegar áhersla er lögð á að nýta það sem í boði er án þess að það hafi skaðleg áhrif á jörðina og með því vonandi varðveita auðlindir jarðar fyrir komandi kynslóðir. Hugtakið er meðal annars notað í Umhverfis- og auðlindahagfræði og þá oft í tengslum við efnahagslega hagkvæmni og reglu Hartwicks.
Sjálfbærni er eitt helsta hugtakið í tengslum við hugsunina um afleiðingar þeirra ákvarðanna sem teknar eru í dag á hag og velferð manna og dýra í framtíðinni. Með sjálfbærni er almennt átt við getu kerfisins til að viðhalda sér með tímanum og gefur til kynna að komandi kynslóðir ættu ekki að vera verr settar en núverandi kynslóðir.[1]
Þau samfélög sem aðhyllast sjálfbærni reyna að endurnýta það sem þau geta og er það gert svo að komandi kynslóðir geti notið þeirra auðlinda sem jörðin hefur uppá að bjóða líkt og núverandi kynslóðir hafa gert. Oft getur þó reynst erfitt að setja fram eina afgerandi skilgreiningu á hugtakinu sjálfbærni þar sem það er sífellt að þróast. Til dæmis eru til fleiri en 500 skilgreiningar á hugtakinu.[2]
Efnahagsleg hagkvæmni
[breyta | breyta frumkóða]Hægt er að líta á efnahaglega hagkvæmni bæði út frá kyrrstöðuhagkvæmni og tímatengdri hagkvæmni.[3]
Kyrrstöðuhagkvæmni
[breyta | breyta frumkóða]Kyrrstöðuhagkvæmni er ástand þar sem aðeins er litið á eitt tímabil og þá sérstaklega núverandi tímabil. Ákvarðanir sem teknar eru með tilliti til kyrrstöðu hagkvæmni sjá afleiðingar þeirra ákvarðanna aðeins á því ári eða tímabili sem þær eru teknar.[4]
Tímatengd hagkvæmni
[breyta | breyta frumkóða]Tímatengd hagkvæmni er ástandið þar sem ekki er aðeins litið á eitt tímabil eða ár heldur einnig þau sem eru komandi í framtíðinni. Ákvörðun sem tekin er á tímatengdan hagkvæman hátt tekur tillit til allra afleiðinga sem mögulega gætu orðið vegna ákvörðunarinnar, hvort sem afleiðingin gæti átt sér stað í ár eða á komandi árum.[5]
Sjálfbærni og tímatengd hagkvæmni
[breyta | breyta frumkóða]Kynslóðir framtíðarinnar eiga ekki að vera verr settar heldur en kynslóðir nútímans, þetta er það sem sjálfbærni gefur til kynna. En hvað er átt við með að vera verr settur? Segjum sem svo að krafist sé þess í þeim skilningi að nægt sé til af raunverulegum birgðum og að náttúruauðlindir séu til staðar. Skilyrði fyrir sjálfbærni væru þau að framtíðarkynslóðir ættu ekki að eiga minna af birgðum heldur en til eru í nútímanum. Þegar kemur að endurnýjanlegum auðlindum að þá er enginn sérstakur ágreiningur á milli sjálfbærni og tímatengdrar hagkvæmni. Tímatengd hagkvæmni gefur yfirleitt til kynna stöðugleika í birgðum auðlinda[6] í gegnum tíman en það er í samræmi við þetta ákveðna viðhorf til sjálfbærni.[7]
Regla Hartwicks
[breyta | breyta frumkóða]Í tengslum við sjálfbærni þá mælir regla Hartwicks fyrir um endurfjárfestingu auðlindarentunnar og að viðhalda þannig gildum nettó fjárfestingarinnar sem núll.[8] Ef gildið er minna en núll þá hefur fjárfesting verið meiri en hefði þurft að vera og ef það er meira en núll þá hefur fjárfesting verið minni en hefði þurft að vera.
Árið 1976 kom út grein í tímaritinu American Economic Review þar sem upphaflega framsetningin var skilgreind á eftirfarandi hátt:
Fjárfestið öllum hagnaði eða rentu frá óendurnýjanlegum auðlindum í endurskapandi auð eins og vélar. Þessi fyrirmæli virðast leysa siðferðilegu vandamál núverandi kynslóðar í tengslum við að skilja minna eftir fyrir framtíðar kynslóðir með því að „ofnota“ núverandi vöru, sem má að hluta eigna núverandi notkun á óendurnýjanlegum auðlindum.[9] “
— .
Seinna kom í ljós að þær niðurstöður sem Hartwick setti fram í líkani fjáruppsöfnunar og fyrningu auðlinda eru við þetta ákveðna tækniumhverfi ekki takmarkaðar. Almennt samband er á milli annars vegar innleiðingu leiðar sem heldur velferð stöðugri og þar sem velferð getur ekki aukist á einhverju tímabili án þess að minnka eitthvað annað tímabil og hins vegar reglu Hartwick fyrir sjálfbærni. Hægt er að fullyrða sambandið með eftirfarandi tveim niðurstöðum:
- Niðurstaða Hartwicks: Ef reglu Hartwicks er fylgt að eilífu með skilvirkni leið að þá er leið jafnréttis innleidd.
- Breyting á niðurstöðu Hartwicks: Ef að skilvirkni og leið jafnréttis er innleitt að þá er reglu Hartwicks fylgt að eilífu.[10]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Field, Barry C. (2016). Natural Resource Economics: An Introduction. Waveland Press, Inc.
- ↑ Dhanda & Young. (2013). Sustainability: Essentials for Business. Sage Publication.
- ↑ Field, Barry C. (2016). Natural Resource Economics: An Introduction. Waveland Press, Inc.
- ↑ Field, Barry C. (2016). Natural Resource Economics: An Introduction. Waveland Press, Inc.
- ↑ Field, Barry C. (2016). Natural Resource Economics: An Introduction. Waveland Press, Inc.
- ↑ [1]
- ↑ Field, Barry C. (2016). Natural Resource Economics: An Introduction. Waveland Press, Inc.
- ↑ Asheim, Geir B. (2011). Hartwick's Rule. Oslo: University of Osli. Sótt 28. júní af http://folk.uio.no/gasheim/hr03.pdf Geymt 6 nóvember 2015 í Wayback Machine.
- ↑ Asheim, Geir B. (2011). Hartwick's Rule. Oslo: University of Osli. Sótt 28. júní af http://folk.uio.no/gasheim/hr03.pdf Geymt 6 nóvember 2015 í Wayback Machine.
- ↑ Asheim, Geir B. (2011). Hartwick's Rule. Oslo: University of Osli. Sótt 28. júní af http://folk.uio.no/gasheim/hr03.pdf Geymt 6 nóvember 2015 í Wayback Machine.