Veraldarvefurinn
Jump to navigation
Jump to search
Veraldarvefurinn eða vefurinn er kerfi með tengdum skjölum, oftast HTML skjölum, sem finna má á Internetinu. Með netvafra getur vefnotandi skoðað vefsíður sem innihalda tengla á texta, hljóð, myndir og kvikmyndir. Vefurinn var hannaður 1990 af Bretanum Tim Berners-Lee og Belganum Robert Cailliau, sem unnu báðir hjá CERN í Genf.