Stórhöfði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stórhöfði er syðsti punktur Heimaeyjar, sem er stærsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum. Á Stórhöfða hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð síðan 1921, sem er fræg fyrir að hafa mælt einn mesta vindhraða sem mælst hefur á norðurhveli jarðar[heimild vantar], en á suðurhvelinu hefur Suðurskautslandið slegið Stórhöfða við alloft.

Jarðfræði[breyta | breyta frumkóða]

Stórhöfði myndaðist í miklu eldgosi fyrir tæpum 6000 árum. Gosið var mjög svipað og í Surtsey. Meðan sjórinn náði til gosrásarinnar splundraðist kvikan og myndaði gjóskuhrúgald sem síðan varð að móbergi á nokkrum árum vegna hitans. Líkt og í Surtsey fór svo að sjór hætti að ná til gosrásarinnar og þá tók hraun að renna ofan á móberginu.[1]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Björn Hróarsson (2006). Íslenskir hellar. Vaka-Helgafell.