Þyrluþjónustan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þyrluþjónustan er íslenskt fyrirtæki í flugrekstri sem rekur og leigir út þyrlur ásamt þyrluflugmönnum. Meðal annars til útsýnisflugs, leiguflug, þjónustuflug, tækifærisflug, kvikmyndaflug, ljósmyndaflug og þyrlukennsla. Þyrluflotinn er breytilegur eftir verkefnum en samanstendur af Bell og Eurocopter þyrlum eftir þörfum.

Þyrluþjónustan er fyrsti íslenski þyrlurekandi sem hlaut JAR OPS leyfi frá Flugmálastjórn Íslands og Joint Aviation Authority, nú EASA.

Þyrluþjónustan var stofnuð árið 1989 af Halldóri Hreinssyni og föður hans og flaug Halldór fyrir fyrirtækið til ársins 2008. Eigandaskipti urðu í byrjun árs 2006 þá varð Haukur Þór Adolfsson stjórnarformaður og aðaleigandi ásamt Sigurði Pálmasyni sem er jafnframt framkvæmdastjóri. Flugrekstrarstjóri er Sindri Steingrímsson og yfirflugmaður félagsins er Reynir Freyr Pétursson.

Þyrluþjónustan bauð upp á þyrlukennslu á árunum 1991-92 og síðan frá 1998 til 2004.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]