Longyearbyen
Longyearbyen (eða Longyearbær[1]) er stærsti bærinn á Svalbarða. Þar er einnig sýslumannssetur og höfuðstöð norskra yfirvalda á eyjunum. Bærinn er á eyjunni Spitsbergen, sem er stærsta eyjan í klasanum. Íbúar Longyearbyen eru 2.368 (2019). Bærinn dregur nafn af John Munroe Longyear, sem var aðaleigandi bandarísks kolanámufélags.
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
- Fréttaveita (norska)