Alexis Sánchez

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alexis Sánchez.
Alexis Sánchez árið 2017 með landsliðinu.

Alexis Alejandro Sánchez Sánchez (fæddur 19. desember 1988) er síleskur knattspyrnumaður sem spilar með félaginu Internazionale í og síleska landsliðinu. Hann er markahæsti landsliðsmaður heimalands síns.

Sánchez hóf ferilinn með Cobreloa í heimalandinu en hélt til Ítalíu árið 2006 og spilaði með Udinese til 2011. Árin 2006-2008 var hann þó í láni til félaganna Colo-Colo í Síle og River Plate í Argentínu. Hann hélt svo til FC Barcelona og var þar til ársins 2014 og vann nokkra titla með félaginu. Þá fór hann til Arsenal F.C.. Á tímabilinu 2016–2017 skoraði Sánchez 30 mörk og átti 14 stoðsendingar.

Sánchez yfirgaf Arsenal árið 2018 og hélt til Manchester United í skiptum fyrir Armenann Henrikh Mkhitaryan. Gengi hans hjá United var brösugt og meiðsli hrjáðu hann. Hann ákvað að halda til Inter á Ítalíu á láni tímabilið 2019-2020 ásamt félaga sínum úr United Romelu Lukaku og samdi við félagið til 3 ára í ágúst 2020. Hann vann Serie A titil með Inter tímabilið 2020-2021.