Snjóflóð
Snjóflóð verða þegar snjófarg rennur niður brekku eða fjallshlíð.
Ástæður snjóflóða eru margar, en oftast eru það veðrabreytingar og hvassviðri sem valda flóðunum. Einnig geta jarðskjálftar eða gjörðir manna ýtt af stað snjóflóði. Mest er hættan þegar blautum snjó kyngir niður á annað frosið snjólag. Þessi tvö lög eiga erfitt með að bindast saman og því rennur hið efra niður. Í flestum tilvikum fara snjóflóð af stað í halla sem nemur 25 til 60 gráðum. Á Íslandi eru snjóflóð algengasta dánarorsök af völdum nátturuhamfara. Fyrsta heimild um snjóflóð er frá 1118 og síðan þá er getið 680 dauðsfalla vegna snjóflóða[1], en listinn hér að neðan nær einungis til heimilda um þau flóð sem hægt er að finna á Veðurstofu Íslands eða Vef Alþingis, auk tímarita- og blaðagreina.
Listi yfir mannskæð snjóflóð á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]
Dauðsföll | Staður | Dagsetning | Athugasemd | |
---|---|---|---|---|
5 | Saurbær í Dölum | Óbyggðir | laust eftir 1100 | Fyrsta heimild um manntjón af völdum snjóflóðs er að finna í Sturlungu sem greinir frá því að fimm manns létust þegar þeir voru að leita að líki Mög-Snorra sem drukknaði í Sælingsdalsá. |
1 | Svarfaðardalur | Óbyggðir | 12. janúar, 1194 | Heljardalsheiði |
3 | Svarfaðardalur | desember 1609 | Urðir. | |
3 | Ólafsfjörður | 1696 | Hólshyrna. | |
50 | Siglunes | 1613 | Vegna þess hve gamalt þetta flóð er þá hefur það ekki fengist nákvæmlega staðfest hversu margir fórust í þessu flóði sumar heimildir tala um 30 manns í stað 50. | |
3 | Ólafsfjörður | 1696 | Hólshyrna. | |
1 | Önundarfjörður | 1628 | Við Sporhamar í Mosdal. Fórst einn maður. | |
1 | Önundarfjörður | 1628 | Við Ytri Veðragjá. Fórst einn maður 1628. | |
1 | Önundarfjörður | 1760 | Við Klofningsheiði. Fórst einn maður. | |
1 | Önundarfjörður | 1814 | Við Nyrðri-Breiðdal. Fórst einn maður. | |
1 | Önundarfjörður | 1834 | Breiðdalsheiði. Fórst einn maður. | |
1 | Önundarfjörður | 1842 | Við Snæból á Ingjaldsandi. Fórst einn maður . | |
1 | Önundarfjörður | 1843 | Einn maður fórst á Breiðdalsheiði | |
1 | Önundarfjörður | 1855 | Einn maður fórst á Breiðdalsheiði. | |
7 | Reynivellir | 15. janúar 1699 | í Kjós. | |
3 | Héðinsfjörður | maí 1725 | Vatnsendi, heimildum ber ekki saman um það hve margir fórust sumar segja 3 aðrar 6. | |
9 | Seyðisfjörður | 25. janúar 1732 | Brimnes. | |
2 | Ólafsfjörður | 4. desember 1740 | Þóroddsstaðafjall/Auðnahyrna. | |
1 | Seyðisfjörður | 18. febrúar 1803 | Selstaðavík. | |
1 | Skálavík | 17. janúar 1804 | ||
3 | Ísafjarðardjúp | 20. mars 1815 | Annað gil innan Hraunsgils neðan Hrafnakletta. | |
2 | Siglufjörður | 1827 | Herkonugil einn maður fórst. | |
2 | Siglufjörður | 1833 | Hestskarð einn maður fórst | |
1 | Seyðisfjörður | 19. nóvember 1848 | Vestdalur. | |
3 | Eskifjörður | 21. nóvember 1849 | Grjótá. | |
3 | Siglufjörður | 5. maí 1859 | Hvanneyrarströnd. | |
1 | Ólafsfjörður | 7. nóvember 1869 | Ósbrekkufjall. Einn maður fórst . | |
1 | Ólafsfjörður | 5. febrúar 1881 | Hólkotshyrna. Einn maður fórst. | |
2 | Ólafsfjörður | 15. október 1869 | Brimnesfjall. | |
2 | Svarfaðardalur | 26. október 1878 | Ytraholtsdalur. | |
2 | Seyðisfjörður | 13. janúar 1882 | Kálfabotn | |
24 | Seyðisfjörður | 18. febrúar 1885 | ||
3 | Ytri-Saultarbotnsgjá | 26. febrúar 1885 | ||
3 | Önundarfjörður | 20. desember 1886 | Hærrafjall í Villingadal á Ingjaldssandi. | |
1 | Seyðisfjörður | 29. janúar 1890 | Hánefnstaðafjall. | |
2 | Siglufjörður | 7. maí 1891 | Hvanneyrarströnd. | |
1 | Svarfaðardalur | 1900 | Þverárdalur. | |
20 | Hnífsdalur | Byggðarkjarni | 18. febrúar 1910 | |
4 | Skálavík | 1. mars 1910 | ||
1 | Siglufjörður | febrúar 1912 | Siglufjarðarskarð. | |
9 | Siglufjörður | Byggðakjarni | 12 apríl 1919 | Evangersflóð |
7 | Siglufjörður | Bóndabær | 12. apríl 1919 | Engidalsflóð. |
2 | Héðinsfjörður | Óbyggðir | 12. apríl 1919 | |
3 | Sviðning | Bóndabær | 23. desember 1923 | |
1 | Önundarfjörður | 3. mars 1926 | Við Sauðanes. | |
1 | Svarfaðardalur | 5. nóvember 1926 | Mjógeiri. | |
4 | Bolungarvík | 3. mars 1928 | Óshlíð. | |
1 | Önundarfjörður | 19. janúar 1930 | Grafargil í Valþjófsdal. | |
3 | Önundarfjörður | 27. janúar 1934 | Við Búðanes utan við Flateyri. | |
2 | Ísafjarðardjúp | 2. mars 1941 | "Steiniðjugil". | |
2 | Svarfaðardalur | 2. mars 1953 | Auðnir | |
1 | Svarfaðardalur | 3. nóvember 1955 | Másstaðir. | |
1 | Skíðadalur | 1955 | ||
12 | Neskaupstaður | Byggðakjarni | 20. desember 1974 | Fyrraflóð/Bræðsluflóð: 5 fórust Seinnaflóð/Mánaflóð: 7 fórust. |
2 | Norðfjörður | 26. mars 1978 | Gunnólfsskarð. | |
2 | Esja | óbyggðir | 6. mars 1979 | Suðvestan til í fjallinu. |
4 | Patreksfjörður | Byggðakjarni | 22. janúar 1983 | Fyrraflóð - Geirseyrargil - fórust 3 Seinnaflóð - Littladalsá - fórst 1 |
1 | Önundarfjörður | Óbyggðir | 13. nóvember 1991 | Á veginum um Breiðdalsheiði Suðurkinn. |
1 | Ísafjörður | 5. apríl 1994 | Orlofsbyggð í Seljandadal. | |
14 | Súðavík | Byggðakjarni | 16. janúar 1995 | |
1 | Reykhólar | 20. janúar 1995 | ||
20 | Flateyri | Byggðakjarni | 26. október 1995 | |
1 | Lágheiði | Bóndabær | 13. janúar 2004 | Bakkagil |
1 | Fáskrúðsfjörður | Óbyggðir | 10. april 2006 | Hoffellsdalur |
1 | Esja | Óbyggðir | 28. janúar 2017 |
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Slys og tjón af völdum snjóflóða og skriðufalla Veðurstofan