Fara í innihald

Snjóflóð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Snjóflóð í Everest-fjalli

Snjóflóð verða þegar snjófarg rennur niður brekku eða fjallshlíð.

Ástæður snjóflóða eru margar, en oftast eru það veðrabreytingar og hvassviðri sem valda flóðunum. Einnig geta jarðskjálftar eða gjörðir manna ýtt af stað snjóflóði.

Mest er hættan þegar blautum snjó kyngir niður á annað frosið snjólag. Þessi tvö lög eiga erfitt með að bindast saman og því rennur hið efra niður. Í flestum tilvikum fara snjóflóð af stað í halla sem nemur 25 til 60 gráðum. Tvær gerðir snjóflóða eru: lausasnjóflóð og flekaflóð.

Snjóflóð eru algengasta dánarorsök af völdum náttúruhamfara á Íslandi.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.