Skyrgámur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skyrgámur (eldra heiti: Skyrjarmur) er áttundi jólasveinninn kallaður sem kemur til manna, þann 19. desember, samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.

Skyrgámi þótti skyr afskaplega gott og stalst gjarnan í skyrtunnuna og hámaði í sig þangað til hann stóð á blístri.

Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:

Skyrjarmur, sá áttundi,
var skelfilegt naut.
Hann hlemminn o’n af sánum
með hnefanum braut.
Svo hámaði hann í sig
og yfir matnum gein,
uns stóð hann á blístri
og stundi og hrein.

Sjá nánar[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]