Marcello Mastroianni
Útlit
Marcello Mastroianni (28. september 1924 – 19. desember 1996) var ítalskur leikari. Hann varð fyrst þekktur í kvikmyndum á tímum ítalska nýraunsæisins á 5. og 6. áratugnum og lék eitt aðalhlutverkið í La dolce vita Fellinis 1960 sem markar að vissu leyti endalok þess. Á 7. áratugnum var hann, ásamt Alberto Sordi, Ugo Tognazzi, Vittorio Gassman og Nino Manfredi, einn af þekktustu leikurum ítölsku gamanmyndarinnar. Á 9. áratugnum lék hann meðal annars í þremur myndum Fellinis en síðustu árin sem hann lifði vann hann aðallega utan Ítalíu. Hann lék meðal annars í kvikmynd Roberts Altman Prêt-à-Porter 1994.