Fara í innihald

Lögræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lögræði er réttarstaða sem felur í sér bæði sjálfræði og fjárræði, sem sagt lagalegan rétt einstaklings til að taka tilteknar eigin ákvarðanir um sig sem hafa gildi að lögum. Mismunandi er eftir ríkjum hvenær einhver getur öðlast lögræði, í hverju það felst og skilyrði lögræðissviptingar eftir því sem við á.

Íslenskar aðstæður

[breyta | breyta frumkóða]

Í íslenskum rétti er algengast að íslenskir ríkisborgarar öðlist lögræði þá stundina sem þeir verða 18 ára. Stofni einhver yngri en 18 ára til hjúskapar öðlast viðkomandi lögræði frá hjúskaparstofnun. Lögræðissvipting er eingöngu gild með dómsúrskurði en einnig er heimilt að takmarka sviptinguna við sjálfræði eða fjárræði í heild eða hluta, sem og að setja tímamörk á sviptinguna. Vilji einhver lögræðissviptur taka ákvörðun sem sviptingin nær yfir þarf viðkomandi (að jafnaði) að öðlast samþykki lögráðamanns, eða eftir atvikum (einnig) yfirlögráðamanns. Lögræði er ekki forsenda þess að erfðaskrá arfleifanda teljist gild.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.