Jónatan Þórmundsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jónatan Þórmundsson (f. 19. desember 1937) er prófessor emeritus og heiðursdoktor við lagadeild Háskóla Íslands.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Jónatan er fæddur í Stóra-Botni, í Hvalfirði, sonur hjónanna Þórmundar Erlingssonar bónda og síðar birgðavarðar og Oddnýjar Kristjánsdóttur húsfreyju. Hann lauk kandidatsprófi í lögfræði (cand.jur.) frá Háskóla Íslands árið 1964 og stundaði framhaldsnám á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum.[1][2] Jónatan hóf kennslu við lagadeild H.Í. árið 1967 og varð prófessor 1970. Jónatan hefur ritað fjölmargar bækur og tímaritsgreinar á fræðasviðum sínum. Helstu rannsóknasvið Jónatans eru refsiréttur, alþjóðlegur refsiréttur, fjármuna- og efnahagsbrot, opinbert réttarfar, skattaréttur og afbrotafræði.[3][4] Jónatan stundaði einnig nám á Ítalíu í ítölsku og ítalskri menningu og er löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi á og úr ítölsku.[5] Eiginkona Jónatans var Sólveig Ólafsdóttir (1948-2018), lögfræðingur frá Háskóla Íslands og LL.M. frá Harvard-háskóla. Hún var um tíma formaður Kvenréttindafélags Íslands og starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsingastofa.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Námsferill[breyta | breyta frumkóða]

  • Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík, júní 1957.
  • Kandidatspróf frá lagadeild Háskóla Íslands, janúar 1964.
  • Framhaldsnám í lögfræði og afbrotafræði við Kaliforníuháskóla í Berkeley (University of California) 1965-1966.
  • Námsdvöl við háskólana í Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi 1967.
  • Tungumálanám við tvo háskóla á Ítalíu 1958-1959, 1962 og 1976.
  • Nám í almennum málvísindum við Háskóla Íslands 2009 og 2010.

Starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

  • Stundakennari í ensku og latínu við Menntaskólann í Reykjavík 1959-1961 og 1962-1963.[6]
  • Fulltrúi ríkissaksóknara 1964-1970.
  • Lektor við lagadeild Háskóla Íslands (hlutastarf) 1967-1970.
  • Prófstjóri Háskóla Íslands 1968-1969.
  • Kennsla í afbrotafræði við námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum við Háskóla Íslands 1969-1970.
  • Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands 1970-2007.
  • Forseti lagadeildar 1972-1974, 1986-1988 og 1998-2000.
  • Varaforseti háskólaráðs tvívegis og gegndi starfi háskólarektors í nokkra mánuði 1972-1973 (vegna forfalla kjörins rektors).
  • Í stjórn Háskólabíós 1973-1985 og formaður stjórnar 1978-1985.
  • Formaður fullnustumatsnefndar dómsmálaráðuneytis 1978-1992.
  • Ritstjóri Tímarits lögfræðinga 1984-1989.
  • Sat í yfirskattanefnd (hlutastarf) 1992-2008.
  • Rannsóknar- og saksóknarastörf í nokkrum viðamiklum sakamálum.
  • Varadómari í allmörgum málum fyrir Hæstarétti á árabilinu 1970-2007.
  • Löggiltur dómtúlkur og skjalþýðandi á og úr ítölsku frá 1975. Þýðingar fyrir RÚV á ítölskum framhaldsmyndaflokkum 1974-1976.
  • Formaður prófnefndar við löggildingarpróf í ítölsku frá 1987.
  • Formaður meistaranámsnefndar lagadeildar H.Í. 2002-2006.
  • Umsjón og kennsla við lagadeild H.Í. í námskeiðinu International Criminal Law (á ensku) frá árinu 2011 og hliðstætt námskeið á íslensku frá 2015 undir heitinu Alþjóðlegur refsiréttur.

Rannsóknir við erlenda háskóla og rannsóknarstofnanir[breyta | breyta frumkóða]

  • Københavns Universitet, Danmörku, 1978, 1989 og 2001-2002.
  • Max-Planck-Institut für ausländisches und internationales Strafrecht, Freiburg i.Br., Þýskalandi, 1982 og 1985.
  • University of Washington, Seattle, Bandaríkjunum, 1986.
  • Winchester, Englandi, 1990. Unnið að ritstörfum (Viðurlög við afbrotum).
  • Universiteit van Amsterdam, Hollandi, 1994 og 1997. Ritstörf í refsirétti og fyrirlestrar.
  • The University of Sydney, Ástralíu, 2001. Unnið að ritinu Afbrot og refsiábyrgð II (2002) auk rannsókna í alþjóðlegum refsirétti. Fluttir voru fyrirlestrar um efni í refsirétti og alþjóðlegum refsirétti við háskóla í Sydney og Canberra, Ástralíu og í Auckland, Nýja-Sjálandi.
  • Alma Mater Studiorum – Università di Bologna, Ítalíu, 2003. Unnið að bókinni Afbrot og refsiábyrgð III (2004) og rannsóknum í alþjóðlegum refsirétti.
  • University of Canterbury, Christchurch, Nýja-Sjálandi, 2006. Unnið að rannsóknum og ritstörfum í alþjóðlegum refsirétti.

Helstu nefnda- og stjórnarstörf[breyta | breyta frumkóða]

  • Sat í nefnd til undirbúnings kennslu í almennum þjóðfélagsfræðum við Háskóla Íslands 1969-1970 og í fyrstu stjórn námsbrautar í þeim fræðum 1970-1972.
  • Oddamaður gerðardóms Samvinnutrygginga g.t. 1974-1977.
  • Sat í hegningarlaganefnd 1971-1982.
  • Sat í laganefnd Kennaraháskóla Íslands 1972-1976 og tók þátt í að semja frumvarp til nýrra laga um skólann.
  • Í stjórn Lagastofnunar H.Í. 1976-2000.
  • Fulltrúi Íslands í Norræna sakfræðiráðinu 1980-1988.
  • Formaður nauðgunarmálanefndar 1984-1988.
  • Sat í nefnd á vegum fjármálaráðuneytis sem kannaði umfang skattsvika, 1984-1986.
  • Fulltrúi Íslands í Norrænu refsilaganefndinni 1986-1992.
  • Sat í dómnefnd um doktorsritgerð á sviði skattarefsiréttar við Árósaháskóla í Danmörku 1988-1989 og var annar tveggja andmælenda við doktorsvörn í Árósum 1989.
  • Formaður áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar 1999-2003.

Fararstjórn og leiðsögn[breyta | breyta frumkóða]

  • Fararstjóri og leiðsögumaður með íslenskum ferðahópum á Spáni og Ítalíu á árunum 1967-1977 (Ferðaskrifstofan Útsýn).
  • Leiðsögn með ítalska hópa á Íslandi og til Grænlands á árunum 1960-1970.
  • Persónulegur fylgdarmaður Ítalíuforseta, Oscar Luigi Scalfaro, í opinberri heimsókn hans til Íslands í júní 1997.

Félags- og trúnaðarstörf[breyta | breyta frumkóða]

  • Sat í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 1968-1975, varaformaður 1970-1974 og formaður 1974-1975.
  • Kjörinn á almennum kennarafundi Háskóla Íslands 1969 til setu í nefnd er skyldi undirbúa tillögur um hlutverk og starfsemi Háskólans.
  • Formaður Sakfræðingafélags Íslands 1971-1983.
  • Formaður Félags háskólakennara 1971-1972 og í stjórn þess 1984-1986.
  • Sat í stjórn Íslensk-ameríska félagsins og í úthlutunarnefnd styrkja úr Thor Thors-sjóði félagsins 1979-1991.
  • Í stjórn hugvísindadeildar Vísindasjóðs Íslands 1982-1985.
  • Var formaður Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík 1987-1997. Áður í stjórn þess frá 1972.
  • Í stjórn Félags prófessora 1999-2006, varaformaður þess 2000-2004 og starfandi formaður um tíma.

Viðurkenningar[breyta | breyta frumkóða]

  • Hlaut margvíslegar viðurkenningar og verðlaun fyrir góðan námsárangur á stúdentsprófi frá M.R. 1957 (aðaleinkunn 9.66 af 10).
  • Hlaut verðlaun úr Verðlaunasjóði dr. juris Einars Arnórssonar fyrir skriflegar úrlausnir í refsirétti og réttarfari við kandidatspróf (cand.juris) frá lagadeild Háskóla Íslands (240 stig, meðaleink. 14,12 af 16).
  • Afmælisrit til heiðurs Jónatan Þórmundssyni sjötugum, 19. desember 2007 (ritstj. Ragnheiður Bragadóttir).[7]
  • Sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við lagadeild Háskóla Íslands árið 2008 í tilefni 100 ára afmælis lagakennslu á Íslandi.

Ritaskrá[breyta | breyta frumkóða]

Hér eru tilgreind um 50 helstu fræðirit og ritgerðir Jónatans og þeim raðað í fimm flokka eftir birtingarhætti og tímaröð í hverjum flokki. Heildarritaskrá hans telur alls 166 fræðilegar ritsmíðar flokkaðar eftir árum frá 1963.

Útgefnar fræðibækur[breyta | breyta frumkóða]

  • Viðurlög við afbrotum. Bókaútgáfa Orators. Rvík 1992. 381 bls.
  • Afbrot og refsiábyrgð I. Háskólaútgáfan. Rvík 1999. 304 bls.
  • Afbrot og refsiábyrgð II. Háskólaútgáfan. Rvík 2002. 168 bls.
  • Afbrot og refsiábyrgð III. Háskólaútgáfan. Rvík 2004. 208 bls.
  • Alþjóðaglæpir og refsiábyrgð. Höfundur gaf út. Rvík 2017. 256 bls.
  • Die Strafbarkeit der Wirtschaftskriminalität bei gewerblicher Betätigung juristischer Personen. Old Ways and New Needs in Criminal Legislation. Max-Planck-Institut für ausländisches und internationales Strafrecht. Freiburg i. Br. 1989, bls. 99-127. Höfundur var ritstjóri verksins ásamt próf. Albin Eser og ritaði inngang með honum. Alls er verkið 324 bls. ásamt viðauka.

Helstu bókakaflar[breyta | breyta frumkóða]

  • Der sogenannte Neoklassizismus im Verhältnis zur nordischen bzw. isländischen Kriminalpolitik. Neuere Tendenzen der Kriminalpolitik. Max-Planck-Institut für ausländisches und internationales Strafrecht. Freiburg i. Br. 1987, bls. 65-82.
  • Um kynferðisbrot. Skýrsla nauðgunarmálanefndar. Dómsmálaráðuneytið. Rvík 1989, bls. 95-130. Höfundur var formaður nefndarinnar og einn af höfundum hins almenna efnis á bls. 13-80. Alls 361 bls.
  • Grundvallaratriði alþjóðlegs refsiréttar. Afmælisrit Úlfljóts 1997 (50. árg.), bls. 151-180.
  • Universal Justice Through International Criminal Law. Mannréttindaskrifstofa Íslands, rit nr. 3. Rvík 1998. 62 bls. Ritstjóri ásamt Róbert R. Spanó og höfundur efnis á bls. 6-19 og 31-39.
  • The Sources of International Criminal Law with Reference to the Human Rights Principles of Domestic Criminal Law. Scandinavian Studies in Law: International Aspects. Stockholm Institute for Scandinavian Law. Stockholm 2000 (39. árg.), bls. 387-393.
  • Grundvallarreglan um saknæmi. Afmælisrit, Þór Vilhjálmsson sjötugur 9. júní 2000. Bókaútgáfa Orators. Rvík 2000, bls. 311-330.
  • Auðgunarásetningur. Líndæla, Sigurður Líndal sjötugur 2. júlí 2001.
  • Hið íslenska bókmenntafélag. Rvík 2001, bls. 339-356.
  • Afbrigðileg refsiábyrgð. Afmælisrit, Gunnar G. Schram sjötugur 20. febrúar 2001. Almenna bókafélagið. Rvík 2002, bls. 247-274.
  • Staðreyndavilla og aberratio ictus. Lögberg, rit Lagastofnunar Háskóla Íslands. Háskólaútgáfan. Rvík 2003, bls. 447-474.
  • Rökstuðningur refsiákvörðunar. Rannsóknir í félagsvísindum IV – Lagadeild. Háskólaútgáfan og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Rvík 2003, bls. 11-28.
  • Hryðjuverk – ákvæði íslenskra laga í alþjóðlegu umhverfi. Rannsóknir í félagsvísindum VI – Lagadeild. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Rvík 2005, bls. 229-252.
  • Fjárdráttur. Afmælisrit Úlfljóts 2007 (60. árg.), bls. 535-588.
  • Criminal Law in Iceland since the Saga Age. Ikke kun straf... Festskrift til Vagn Greve. Jurist- og Økonomforbundets Forlag. Khöfn 2008, bls. 551-562.
  • Saknæmiskröfur í alþjóðlegum refsirétti. Afmælisrit Páls Sigurðssonar (ritstj. Eyvindur G. Gunnarsson). Rvík 2014, bls. 359-384.

Helstu greinar í íslenskum og erlendum fræðitímaritum[breyta | breyta frumkóða]

  • Nokkrar hugleiðingar um gerðardóma. Úlfljótur, 1. tbl. 1963 (16. árg.), bls. 26-38.    
  • Íslenzkur umferðarrefsiréttur. Úlfljótur, 2. tbl. 1965 (18. árg.), bls. 69-86.
  • Crime versus Determinism. Úlfljótur, 2. tbl. 1967 (20. árg.), bls. 49-58.
  • Mat á geðrænu sakhæfi. Tímarit lögfræðinga, 1. tbl. 1968 (18. árg.), bls. 21-40.
  • Fordæmi sem réttarheimild í enskum og bandarískum rétti. Úlfljótur, 4. tbl. 1969 (22. árg.), bls. 357-376.
  • Eiturlyf og afbrot. Úlfljótur, 3. tbl. 1972 (25. árg.), bls. 207-241.
  • Mútur.  Úlfljótur, 4. tbl. 1973 (26. árg.), bls. 376-384.
  • Viðurlög við skattlagabrotum og skattlagning eftir á. Tímarit lögfræðinga, 2. tbl. 1973 (23. árg.), bls. 29-40 og 45-59.
  • Vurdering af tilregnelighed efter islandsk ret. Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab 1973 (61. árg.), bls. 271-284.
  • Den strafferetlige bedømmelse af skattesvig. Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab 1974 (62. árg.), bls. 141-150.
  • Sérstaða auðgunarbrota meðal annarra fjármunabrota. Tímarit lögfræðinga, 1. tbl. 1974 (24. árg.), bls. 3-28.
  • Sérbrot gegn refsivörzlu ríkisins. Úlfljótur, 4. tbl. 1975 (28. árg.), bls. 297-315.
  • Brot gegn friðhelgi einkalífs. Tímarit lögfræðinga, 4. tbl. 1976 (26. árg.), bls. 147-167.
  • Líknardráp. Úlfljótur, 3. tbl. 1976 (29. árg.), bls. 153-171.
  • Samanburður á afbrotahneigð karla og kvenna. Úlfljótur, 3.-4. tbl. 1977 (30. árg.), bls. 267-282.
  • Rangur framburður fyrir rétti. Úlfljótur, 2. tbl. 1978 (31. árg.), bls. 85-103.
  • Refsivist. Tímarit lögfræðinga, 1. tbl. 1978 (28. árg.), bls. 5-37.
  • Skattskylda einstaklinga. Tímarit lögfræðinga, 1. tbl. 1982 (32. árg.), bls. 2-29.
  • Öryggisgæzla og önnur úrræði skv. 62. gr., sbr. 63. gr. hgl. Tímarit lögfræðinga, 4. tbl. 1982 (32. árg.), bls. 196-202.
  • Réttarstaða sakbornings. Tímarit lögfræðinga, 4. tbl. 1984 (34. árg.), bls. 199-215.
  • Hlutverk og réttarstaða verjanda. Tímarit lögfræðinga, 4. tbl. 1985 (35. árg.), bls. 216-245.
  • Okur og misneyting. Úlfljótur, 2. tbl. 1986 (39. árg.), bls. 101-106.
  • Voldtægtsofferets retsstilling i kriminalpolitisk belysning. Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab 1986 (73. árg.), bls. 444-451.
  • Refsiábyrgð á efnahagsbrotum í atvinnustarfsemi lögaðila. Tímarit lögfræðinga, 4. tbl. 1988 (38. árg.), bls. 207-233.
  • Ofsóknir og hótanir. Tímarit lögfræðinga, 3. tbl. 1989 (39. árg.), bls. 198-203.
  • Fésektir og sektafullnusta. Tímarit lögfræðinga, 4. tbl. 1989 (39. árg.), bls. 226-251.
  • Lidt om effektivisering af strafferetsplejen. Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab 1989 (76. árg.), bls. 175-179.
  • Um kynferðisbrot. Úlfljótur, 1. tbl. 1989 (42. árg.), bls. 21-42.
  • Sakhæfi. Úlfljótur, 3. tbl. 1991 (44. árg.), bls. 277-297.
  • Strafbegrebet i forhold til straffens målsætning og retfærdiggørelse. Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab. Kriminalpolitiska studier tillägnade Alvar Nelson. Khöfn 1994 (81. árg.), bls. 88-98.
  • Samþykki brotaþola og réttaráhrif þess. Úlfljótur, 4. tbl. 1998 (51. árg.), bls. 465-473.
  • Þróun refsiréttar í ljósi mannréttinda. Úlfljótur, 2. tbl. 2000 (53. árg.), bls. 217-251.
  • Ólögmæti verknaðar og refsileysisástæður. Tímarit lögfræðinga, 3. tbl. 2005 (55. árg.), bls. 357-385.
  • Umboðssvik. Tímarit Lögréttu, 2. hefti 2007 (4. árg.), bls. 171-188.
  • Einkenni auðgunarbrota – Tengsl þeirra innbyrðis og við önnur brot. Tímarit lögfræðinga, 4. tbl. 2008 (58. árg.), bls 403-463.
  • Inngangur að alþjóðlegum refsirétti. Tímarit lögfræðinga, 1. tbl. 2015 (65. árg.), bls. 3-63.
  • Refsiþarfir samfélagsins og lagaleg jafnvægislist. Tímarit lögfræðinga, 2. tbl. 2017 (67. árg.), bls. 197-213. Greinin er að stofni til byggð á erindi höfundar á afmælismálþingi Ragnheiðar Bragadóttir 2016, einnig á ensku undir yfirskriftinni: The Social Need for Criminal Justice and the Standard of Legal Balance.

Fræðiskrif í (ritrýndum) ráðstefnuritum[breyta | breyta frumkóða]

  • Allmänna domstolar och specialdomstolar. Forhandlingerne på det syvogtyvende nordiske juristmøde i Reykjavík 1975. Rvík 1977, bls. 220-233.
  • Ideologier og realiteter i islandsk kriminalpolitik. Straffesystemer i Norden. NU B 1977:25. Stockholm 1977, bls. 71-72, 84 og 131-134.
  • Straffesystemets kontrol af narkotika. Rapport fra 26. nordiske forskerseminar i Drøbak om „Narkotika og kontrollpolitikk“, Noregi 1984. Nordisk Samarbejdsråd for Kriminologi. Khöfn 1984, bls. 93-101.
  • En kritisk vurdering af narkotikalovgivningen og dens anvendelse. Narkotika og kontrolpolitik. Nordiska rådet, Stockholm 1985, bls. 119-122 og 131-132.
  • Summary Report on Non-Prosecution in Iceland. Proceedings of the European Seminar on Non-Prosecution in Europe. Heuni Publication Series No. 9. Helsinki 1986, bls. 222-230.
  • Offerets stilling i strafferetssystemet. Rapport från 29. nordiska forskarseminariet i Stykkishólmur 1987. Nordisk Samarbejdsråd for Kriminologi. Helsinki 1987, bls. 11-17.
  • Sanktioner for vold. Våldet i samhället. Nordiska rådet. Göteborg 1988, bls. 102-105 og 112-113.
  • Straffrättslig jurisdiktion i Norden. Nord 1992:17. Nordisk Ministerråd. Khöfn 1992. 140 bls. JÞ var einn af höfundum ritsins.
  • Samfundstjeneste - opsummering af et seminar. Rapport fra kontaktseminar om samfunnstjeneste, Reykjavík 1992. Nordisk Samarbeidsråd for Kriminologi. Oslo 1993, bls. 114-117.
  • Universal Justice Through International Criminal Law. A Report from the International Criminal Law Symposium in Rome, April 1996. Rvík 1996. 47 bls. JÞ er einn höfundur að bls. 8-18, 26-32 og 45, en meðhöfundur að bls. 1-7 og 46-47.

Nokkrar fjölritaðar ritsmíðar (til kennslu)[breyta | breyta frumkóða]

  • Opinbert réttarfar I. Rvík 1972. 124 bls. Endurskoðuð 2. útg. í tveimur heftum. Rvík 1979 og 1980. 63 og 110 bls.
  • Kennsluáætlun í refsirétti. Hjálparrit við nám og kennslu. Rvík 1. útg. 1973, 2. útg. 1975 og 3. útg. 1977. 71 bls.
  • Auðgunarbrot og nokkur skyld brot, fyrra hefti. Rvík 1975. 102 bls.  
  • Nokkur skjalabrot. Fjölrit. Rvík 1979. 6 bls.  
  • Fyrirlestrar í skattarétti. Rvík 1982. 58 bls.
  • Refsiréttur. Almenni hlutinn I. Rvík 1989. 78 bls.
  • Kennsluefni í refsirétti. Samantekt fyrir vormisseri 1995. Rvík 1994. 77 bls. JÞ annaðist útgáfu ritsins, enn fremur endurskoðun á eigin textum og aðlögun á texta eftir Stephan Hurwitz.
  • Fjármuna- og efnahagsbrot, 1. hluti. Rvík 1995. 52 bls.
  • Alþjóðlegur refsiréttur. Inngangur. Rvík 1996. 32 bls.
  • A Brief Outline of Icelandic Criminal Law. Rvík 1998. 25 bls.
  • Nokkur lykilatriði saknæmis og villu. – Yfirlit yfir reglur um manndráp og líkamsmeiðingar. Rvík 1998. 24 bls.
  • In Search of Universal Justice. Studies in comparative and international criminal law. Rvík 2002. 46 bls.
  • Þættir um auðgunarbrot. Almennur hluti. Handrit til nota við kennslu. Rvík 2009. 65 bls.
  • Þættir um auðgunarbrot. Sérstakur hluti. Handrit til nota við kennslu. Rvík 2009. 165 bls.

Fræðilegir fyrirlestrar[breyta | breyta frumkóða]

Jónatan hefur flutt um 80 fræðilega fyrirlestra, ótengda kennslustörfum, frá árinu 1965.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Lögfræðingatal 1736-1992, II. bindi (ritstj. Gunnlaugur Haraldsson). Iðunn. Rvík 1993. Bls. 525-529.
  2. Æviskrár samtíðarmanna, annað bindi (ritstj. Torfi Jónsson). Skuggsjá. Rvík 1983. Bls. 230-232.
  3. „„Kennslan færir mér aukinn lífsþrótt." Viðtal við Jónatan Þórmundsson á vef Háskóla Íslands“. Háskóli Íslands. Janúar 2019.
  4. „„Skattaréttur – aðdragandi og upphaf." Viðtal við Jónatan Þórmundsson í Tíund, fréttablaði RSK“. Ríkisskattstjóri. Apríl 2018.
  5. „Sérfræðingur í refsirétti og tungumálamaður.“ Afmælisviðtal við Jónatan Þórmundsson í Morgunblaðinu 19. des. 2012.
  6. Kennaratal á Íslandi IV (ritstj. Ólafur Þ. Kristjánsson og Sigrún Harðardóttir). Prentsmiðjan Oddi h.f. Rvík 1987. Bls. 293-294.
  7. Afmælisrit til heiðurs Jónatan Þórmundssyni sjötugum, m.a. formáli og afmæliskveðja, (ritstj. Ragnheiður Bragadóttir). Bókaútgáfan CODEX. Rvík 2007. 659 bls.