Alyssa Milano

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Alyssa Milano árið 2019.

Alyssa Jayne Milano (f. 19. desember 1972) er bandarísk leikkona, framleiðandi og aðgerðasinni. Hún er þekktust fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttum, til dæmis sem Samantha Micelli í Hver á að ráða? (Who's the Boss?), sem Jennifer Mancini í Melrose Place, sem Phoebe Halliwell í Heillanornirnar (Charmed), Billie Cunningham í Ég heiti Earl (My Name Is Earl), Savannah Davis í Hjákonur (Mistresses), Renata Murphy í Wet Hot American Summer: 10 Years Later og sem Coralee Armstrong í Insatiable. Hún er líka þekkt fyrir þátt sinn í að hrinda af stað Metoo-hreyfingunni í kjölfar ásakana á hendur bandaríska framleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi í október 2017.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.