Sigríður Geirsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sigríður Geirsdóttir (Guðrún Sigríður), f. 29. maí 1938 er íslensk kvikmyndaleikkona og kennari. Hún er þekkt undir nafninu Sirrý Geirs. Hún sigraði í fegurðarsamkeppni Íslands 1959. Árið 1960 tók hún þátt í fegurðarsamkeppninni Miss International, sem þá var haldin í fyrsta skipti og fór fram á Langasandi (Long Beach) í Kaliforníu. Hún varð í þriðja sæti og vann titilinn Miss Photogenic.

Hún hóf kvikmyndaleik og kom fram í nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum vestra undir nafninu Sirry Steffen. Eftir nokkur ár í Hollywood fluttist hún aftur heim til Íslands. Hún lék í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Okkar á milli (1982). Einnig stundaði hún enskukennslu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]