Richterskvarði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Richter-kvarði)
Jump to navigation Jump to search

Richterskvarði er lograkvarði, fundinn upp af Charles Richter og Beno Gutenberg 1935 og notaður til að mæla styrk jarðskjálfta. Mæla þarf jarðskjálftann á sérstakan Wood-Anderson jarðskjálftamæli með því að lesa af honum stærsta útslagið og tímann á milli komutíma P-og S-bylgna. Hvert heil tala í hækkun á kvarðanum gefur þrítugföldun, þannig að um er að ræða veldi af 30. Ef styrkur einhvers skjálfta er gefinn upp sem 5 á Richter, svo að dæmi sé tekið, þá er skjálfti upp á 8 á Richter 30 · 30 · 30 = 27 þúsund sinnum orkumeiri en sá fyrri. Nánar er sambandið þannig að þar sem er einhver grunnviðmiðunar orkulosun, er orkan í skjálftanum og n er tala hans á Richterskvarða. Þessa jöfnu má leysa fyrir og fæst þá:

Richterkvarðinn mettast við um 7 á Richter og ekki er hægt að nota gögn frá jarðskjálftum á honum sem gerast í meira en 600 km fjarlægð [1]

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]References[breyta | breyta frumkóða]

  1. „USGS Earthquake Magnitude Policy". . (USGS). November 22nd, 2011.
  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.