Oasis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Oasis
Liam Gallagher og Noel Gallagher í San Diego, Kaliforníu, árið 2005
Upplýsingar
UppruniManchester, England
Ár1991–2009
Stefnur
Útgefandi
  • Creation
  • Big Brother
Fyrri meðlimir
Vefsíðaoasisinet.com
Einkennismerki Oasis.

Oasis var bresk rokkhljómsveit, stofnuð í Manchester árið 1991. Hún varð heimsfræg árið 1994 þegar hún gaf út plötuna Definitely Maybe.

Oasis varð ein vinsælasta bretapopphljómsveit 10. áratugarins, og það er þeim að þakka, ásamt hljómsveitum eins og Blur, Pulp og Suede að „britpoppið“ er vinsælt enn þann dag í dag. Meðal helstu áhrifavalda sveitarinnar eru Bítlarnir, Rolling Stones og The Stone Roses. Forsprakkar sveitarinnar voru bræðurnir Liam, sem var söngvari Oasis, og Noel Gallagher, sem var helsti lagasmiðurinn auk þess sem hann spilaði á gítar.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

1991–1993: Upphafið[breyta | breyta frumkóða]

Í fyrstu var hljómsveitin skipuð skólafélögunum Liam Gallagher (söngur), Paul „Bonehead“ Arthur (gítar), Paul „Guigsy“ McGuian (bassi) og Tony McCaroll (trommur), og gekk þá undir nafninu „The Rain“. Liam fékk síðan þá hugmynd að breyta nafni sveitarinnar í Oasis. Noel Gallagher starfaði þá sem rótari hjá hljómsveitinni The Inspiral Carpets. En 1991 fór Noel Gallagher aftur til Manchester vegna þess að bróðir hans hafði boðið honum að vera í hljómsveitinni. Noel samþykkti með þeim fyrirvara að hann mundi stjórna hljómsveitinni og hún myndi hætta að spila lög Liams. Liam samþykkti - sem og öll hljómsveitinn. Með nýtt nafn og nýjan stíl hóf Oasis árið með löngum og ströngum æfingum.

1994–1998: Gullaldarárin[breyta | breyta frumkóða]

Alan McGee, meðeigandi Creation Records, sá og heyrði Oasis spila á King Tut's Wah Wah Hut í Glasgow og var svo heillaður að hann bauð þeim plötusamning. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu smáskífu „Supersonic“ vorið 1994. Sú smáskífa fékk jákvæða dóma. „Supersonic“ var síðan gefið út á plötunni Definitely Maybe. „Shakermaker“ varð enn stærri smellur snemma sumars 1994. Og aðeins mánuði seinna gáfu Oasis út sína 3. smáskífu, en það var stórsmellurinn „Live Forever“ sem er þegar kominn á spjöld sögunar. Mánuði síðar gáfu Oasis út fyrstu breiðskífu sína, Definitely Maybe, en hún sló hraðamet í sölu í Bretlandi og náði 1. sæti á breska vinsældalistanum. Þá byrjaði sannkallað „rock n' roll“. En það var ekki alltaf eins mikið rock n' roll, Noel hætti einfaldlega í hljómsveitinni eftir erfiða tónleikaferð um Bandaríkin. Hann kom fljótlega aftur og hljómsveitin fór aftur til Englands. Þegar „Supersonic“ var á uppleið á bandaríska listanum yfir rokkplötur og nútímarokk. Smáskífulagið „Whatever“ sem kom aldrei á plötu með hljómsveitinni fór í annað sæti á breska listanum yfir jólin '94. Í byrjun 1995 einbeitti hljómsveitin sér að Bandaríkjunum, komu á framfæri laginu „Live Forever“. Lagið varð risa smellur á MTV, yfir plötur og nútímarokk útvarpsstöðvar, á toppnum númer tvö, og Definitely Maybe varð gullplata í heimkomunni til Englands eftir uppselda tónleikaferð í Bandaríkjunum, hljómsveitin tók upp nýja smellinn „Some Might Say“. Um kvöldið þegar smellurinn var gefin út var trommarinn Tony McCaroll rekinn úr hljómsveitinni.

Alan White tók við trommukjuðunum í hans stað. Í sama mánuði (í maí) náði „Some Might Say“ toppnum; Frami lagsins varð til þess menn fóru að líta áður útgefnum lögum hljómsveitarinnar augum. Oasis eyddi restinni af sumarinu að klára (What's The Story) Morning Glory?, sem var gefin út í október 1995. Eftir að hún var gefin út fór hún í fyrsta sæti breska vinsældarlistans, og seldist í 20 milljónum eintaka, var einnig hraðseldasta platan síðan Michael Jackson gaf út plötuna Bad. Yfir 1996 varð (What's the Story) Morning Glory? önnur stærsta plata allra tíma í Bretlandi, komu sér vel fyrir á alþjóðlegum vettvangi. Vegna styrks lagsins „Wonderwall“ varð Morning Glory ein af tíu vinsælustu plötunum í Bandaríkjunum. Platan náði hreint frábærum árangri og komst í alls staðar í topp 10 lista í Evrópu og Asíu. Árið 1996 komst oft hið stormasama samband Gallagher bræðranna í slúðurblöðin, þegar þeir skyndilega hættu við Bandaríkjaferðina seint um sumarið. Í kjölfarið urðu tvennir tónleikar þeirra í Knebworth stærstu útitónleikar í sögu Bretlands, en um 250.000 manns sáu hljómsveitina spila á þessum tónleikum. Eftir að þeir hættu við Bandaríkjaferðina einbeittu þeir sér að því að taka upp þriðju plötuna.

Þar sem það tók stuttan tíma að taka upp fyrstu tvær plöturnar, tók það þá nokkra mánuði að taka upp þessa, sem að var gefinn út 21. ágúst 1997, með smellinum „D'You Know What I Mean?“. Með hjálp góðrar gagngrýni og góðri sölu komst Be Here Now í sæti yfir mest seldu plötur í Bretlandi, og næstum toppaði bandaríska sölulistann, gerðu þeir sjálfan sig að rokkgoðum. Þó fengu þeir bakslag frá bæði gagngrýnendum og plötukaupendum fyrir velgengni plötunnar. Eftir tónleikaferðina sem fylgdi Be Here Now tók hljómsveitin sér kærkomið frí, en þeir höfðu túrað nánast stanslaust í 5 ár. Þeir notuðu tækifærið og gáfu út B-hliðaplötuna The Masterplan 1998. Á henni er m.a. að finna lögin „Acquiesce“ og „The Masterplan“ sem eru meðal bestu verka sveitarinnar og með eftirlætislögum aðdáenda á tónleikum.

1999–2009: Mannabreytingar og endalok[breyta | breyta frumkóða]

Þegar hljómsveitin var að taka upp sýna fjórðu plötu sumarið 1999, hættu þeir Paul „Bonehead“ Arthurs og Paul „Guigsy“ McGuigan í hljómsveitinni. Bonehead gaf þá ástæðu að hann vildi eyða meiri tíma með fjöskyldu sinni. Í viðtali við NME, 11. ágúst, sýndist þá Noel Gallagher vera alveg sama og sagði: „It's hardly Paul McCartney leaving the Beatles.“ Andy Bell, fyrrverandi gítarleikari Ride og Heavy Stereo, og Gem Archer, gítarleikari Hurricane #1, gengu til liðs við hljómsveitina eftir að upptökum lauk á plötunni Standing on the Shoulder of Giants. Sú plata kom út snemma á árinu 2000 og er minnst selda plata Oasis. Hún komst þó í efsta sæti á sölulista breska breiðskífulistans. Bell tók að sér að spila á bassa og Gem á gítar. Sama ár fögnuðu þeir nýrri plötu með eftirminnilegu tónleikaferðalagi og gáfu út sína fyrsu tónleikaplötu Familiar To Millions, sem var tekin upp sumarið 2000 á Wembley. Hún var gefin út í sex mismunandi hlutum, DVD, VHS, þreföldum vínyl, og MiniDisc.

Fyrsta platan þar sem þeir Bell og Gem fengu að spreyta sig á kom út sumarið 2002 og fékk nafnið Heathen Chemistry. Það sem helsta athygli vakti á þeirri plötu var að Noel Gallagher, lagasmiður sveitarinnar, samdi ekki öll lögin. Liam átti þrjú lög á plötunni, Bell og Gem sitthvort lagið. Reyndar hafði Liam samið eitt lag sem er að finna plötunni Standing On The Shoulder Of Giants. Eftir túrinn sem fylgdi plötunni hætti trommari sveitarinnar Alan White.

Þeir Gallagher-bræður réðu Zak Starkey, son Ringo Starr, til að tromma á næstu plötu sem bar titilinn Don't Believe The Truth og kom út árið 2005. Starkey var reyndar ekki fullgildur meðlimur hljómsveitarinnar í fyrstu, en hann bæði trommaði á plötunni og spilaði með hljómsveitinni á tónleikaferðalagi til að fylgja henni eftir. Platan komst í efsta sæti breska listans eins og allar fyrri plötur sveitarinnar. Smáskífurnar „Lyla“ og „The Importance Of Being Idle“ komust í efsta sæti breska smáskífulistans.

Þann 20. nóvember 2006 kom út 18 laga plata sem inniheldur brot af því besta sem Oasis hefur sent frá sér. Flest lögin eru frá gullaldarárum sveitarinnar 1994–1996. Platan heitir Stop The Clocks. Sveitin var heiðruð fyrir „Framúrskarandi framlag til tónlistar“ (e. "Outstanding contribution to music") á bresku tónlistarverðlaununum þann 14. febrúar 2007.

Árið 2009 hætti sveitin við tónleika í París þar sem Noel Gallagher lýsti því yfir að hann hafði fengið alveg nóg af því af vinna með bróður sínum Liam. Síðar stofnaði Liam sveitina Beady Eye og Noel stofnaði Noel Gallaghers High Flying Birds.

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

Síðustu meðlimir

Fyrrum meðlimir

  • Paul „Bonehead“ Arthurs - Gítar (1991-1999)
  • Paul „Guigsy“ McGuigan - Bassi (1991-1999)
  • Tony McCarroll - Trommur (1991-1995)
  • Alan White - Trommur (1995-2004)

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Plötur

Safnplötur

Smáskífur

  • „Supersonic“ (1994)
  • „Shakermaker“ (1994)
  • „Live Forever“ (1994)
  • „Cigarettes & Alcohol“ (1994)
  • „Whatever“ (1994)
  • „Some Might Say“ (1995)
  • „Roll With It“ (1995)
  • „Wonderwall“ (1995)
  • „Don't Look Back In Anger“ (1996)
  • „D'You Know What I Mean?“ (1997)
  • „Stand by Me“ (1997)
  • „All Around The World“ (1998)
  • „Go Let It Out“ (2000)
  • „Who Feels Love“ (2000)
  • „Sunday Morning Call“ (2000)
  • „The Hindu Times“ (2002)
  • „Stop Crying Your Heart Out“ (2002)
  • „Little By Little/She's Love“ (2002)
  • „Songbird“ (2003)
  • „Lyla“ (2005)
  • „The Importance Of Being Idle“ (2005)
  • „Let There Be Love“ (2005)
  • „Stop The Clocks“ (2006)

DVD

  • Live By The Sea, tónleikar frá árinu 1995
  • There And Then, tónleikar á Maine Road og Earl's Court frá árinu 1996
  • Familiar To Millions, tónleikar á Wembley frá árinu 2000
  • Definitely Maybe, afmælisútgáfa í tilefni 10 ára afmælis Definitely Maybe