Fara í innihald

Jeff Buckley

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jeff Buckley (17. nóvember 1966 í Los Angeles í Bandaríkunum29. maí 1997 í Wolf River í Tennessee í Bandaríkjunum) var bandarískur söngvari og lagahöfundur. Hann var þekktur fyrir sæluvekjandi þriggja-og-hálfs átthendu rödd og er talinn af gagnrýnendum einn af efnilegustu tónlistarmönnum síns tíma eftir útgáfu hljómplötunnar Grace 1994. Hann drukknaði á hápunkti ferils síns við kvöldsund. Tónlistarmenn og gagnrýnendur gefa enn gaum að verkum hans og stíl.

Æska[breyta | breyta frumkóða]

Hann fæddist í Los Angeles, Kaliforníu og var eini sonur Mary Guibert og Tim Buckley, sem sjálfur var lagahöfundur sem skrifaði seríu af dægur- og djassplötum á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar, sem voru víða lofaðar, rétt fyrir ótímabæran dauða 1975. Buckley var alinn upp af móður hans og stjúpfaðir Ron Moorhead (í nokkur ár) í Suður–Kaliforníu og í og við Orange County. Hann á hálf-bróður að nafni Corey Moorhead. Í bernsku var hann þekktur sem Scott „Scotty“ Moorhead, en um 10 ára aldur ákvað hann að nota fæðingarnafn sitt í minningu föður síns; fjölskyldan kallar hann samt áfram Scotty. Þegar Jeff var fullvaxta, var hann sagður geta ákvarðað tónhæð nákvæmlega, vegna þess að hann gat hlustað á lag og hermt eftir því fullkomlega. Eftir að hafa spilað á gítar í aðeins fáein ár, gat hann spilað lög eftir Jeff Beck, Rush, Yes, Al DiMeola og Van Halen. Í gagnfræðiskóla spilaði hann í nokkrum heavy metal og framfarasinna rokk hljómsveitum. Einnig vildi hann læra á trommur, en vegna lítilla efna varð hann að notast við kaffi könnur í bílskúrnum og lærði þannig á trommur. Nokkur af hans uppáhaldsböndum í æsku voru Genesis, Yes og Rush.

Ferilrit tóndiska[breyta | breyta frumkóða]

Hljómleikamyndbönd[breyta | breyta frumkóða]

Lög sem virðingavottur til Jeff Buckley[breyta | breyta frumkóða]

Endurflutningur laga eftir Jeff Buckley af öðrum hljómsveitum[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Útværir tenglar[breyta | breyta frumkóða]